og þar af leiðandi verið verðmæt fyrir eigendur hans.http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1186849
“Verkefnið okkar gekk út á að taka ákveðna hluta af tölvuleiknum EVE-online og koma þeim niður á lófatölvu. Þetta miðast þá við hluta leiksins sem krefjast ekki mikillar grafískrar vinnslu eins og kaup og sölu á mörkuðum, þjálfun leikmanna og þess háttar,” segir Ágúst. “Við vildum fyrst og fremst kanna hvort hægt væri að koma svona stórum og öflugum leik niður á lófatölvu en þessi leikur er líka heill heimur sem hefur mikla vídd inn í hinn raunverulega heim. Með því að koma hlutverkum í leiknum yfir á lófatölvu er í raun verið að sýna fram á að ýmislegt tengt raunveruleikanum getur komist niður á lófatölvu.”
Frumútgáfa lofar góðu
EVE-online er íslenskur fjölspilunarleikur frá CCP og er hann gífurlega mikið spilaður um allan heim. Leikurinn er geimleikur þar sem hver og einn býr til og þróar sinn leikmann og lætur hann sinna ýmsum verkefnum í geimnum.
“Netsetur Háskólans í Reykjavík fékk þessa hugmynd og auglýsti í skólanum. Við sóttum um og fengum þetta sumarstarf,” segir Ágúst en verkefnið var unnið fyrir Háskólann í Reykjavík og CCP, sem er íslenska fyrirtækið sem þróar EVE-online. Leiðbeinendur voru Björn Brynjúlfsson, sérfræðingur á rannsóknarstofu í netkerfum, Gísli Hjálmtýsson, prófessor í tölvunarfræði, og Gunnar Kristjánsson, MA-nemi í tölvunarfræði, allir við Háskólann í Reykjavík.
Frumútgáfa af leiknum fyrir lófatölvur lofar góðu og inniheldur mikið af þeirri virkni sem sítengdir spilarar sækjast eftir að hafa.
“Þetta gekk mjög vel og margfalt betur en allir bjuggust við,” segir Ágúst, en hugmyndin er ennþá í þróun. “Það er ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvernig þetta fer en ég vonast til þess að þetta verði nothæft.”
Til baka
þetta er cool… hvað finnst ykkur??