[rant]Það er vissulega erfitt að vera í PC bransanum. Því að ólíkt Leikjatölvumarkaðinum, þá eru ekki föst specs á tölvunni. Í mörgum leikjum á PC hafa um 2-3 mánuðir farið í leit að tæknilegum villum, meðan á leikjatölvum fer þessi tími í að fínpússa leikinn.
Svo eru kröfurnar oft aðrar. T.D skiptir sagan meira og meira máli í PC leikjum, meðan leikjatölurnar komast upp með endalausar Tekken-eftirhermur (ok, Quake og Tomb Raider klónin eru líka þarna, en þær eru þó gagnrýndar fyrir ófrumleika). Ekki miskilja mig; margir PS2 og Nintendo leikir eru með mjög góðan söguþráð og upplifun, eins og Metal Gear Solid og Perfect Dark. Ég veit ekki alveg með MGS en enginn getur sagt að sá leikur sé ekki spennandi :)