Heyriði félagar
Ég var að lóda mér leiknum á eve.is og alt í lagi með það. Ok leikurinn kominn inn og allir glaðir. En þegar ég ætlaði að fara í leikinn (bara eve shortcuttina sem koma á desktoppinn) þá kom miður skemmtileg melding á skjáinn sem voru eitthvað í þessa átt: það er dirextX 8.1 í tölvunni hjá hjá þessu leikur þarf 9.0 ýttu á no til að dl beynt af support síðunni okkar eða yes til að gefa skýt í þetta. Þetta var náttúruleg allt á ensku.
Ég var alveg bara WTF en klikkaði á no, ætlaði bara að lóda þessu í flýti. En þegar þangað er komið er þetta á erl dl þannig að ég ákvað að leita að þessu á ísl. Ég fann þetta síðan fyrir rest á huga DirectX 9.0b redist og lódaði því. Það virkaði allt.
Þá restarta ég bara til öryggis og fer síðan í leikinn aftur. En viti menn, ég fæ aftur sömu meldingu á skjáinn. Nú er var ég orðinn heldur gramur og klikka því á yes. Þá segir hún mér að það vannti einhvern d3d9.dll file og það gæti veið að það væri nóg að reinstalla leiknum til að redda þessu.
Ég geri það og fer síðan aftur í leikinn. Og getið hvað.. það gerist nákvæmlega það sama. Því spyr ég nú félagar góðir. Hvað gét ég gert til að redda þessu, annað en að kaupa mér leikinn??
Kv.
Varinn<br><br><b>Varinn</b> (<i>Addinn</i>)