Ég er búinn að spila Eve-Online síðan daginn sem hann kom út, og hef notið þess til fulls! Samkvæmt GM innan leiksins er ég búinn að vera online í leiknum í vel yfir 40.000 mínútur, eða 667 klukkutíma, eða 28 sólarhringa samfleytt!!
Núna er það byrjað að segja til sín.
Ég vinn næturvaktir og hef ávalt getað spilað leikinn í vinnunni :) Þangað til fyrir nokkrum dögum, nú er búið að banna það :( Síðan ég varð “Eve laus” í vinnunni hef ég tekið eftir ýmsu sem telst kanski ekki til heilbrigðra hugsana. Ég stend mig að því að hugsa um þetta Corp sem ég er að vinna hjá og hvað ceo-arnir eru vondir að banna mér alltíeinu að spila í vinnunni, ég hugsa hvort að fullir og háværir gestir sem koma inn séu með negative security rating og hvort ég þurfi nokkuð að kalla á Concord!!!
Reyndar hefur þetta komið fyrir áður þegar ég og starfsfélagi minn vorum að spila Runescape á fullu. Þá var maður kannski að keyra og maður leit oft í kringum sig til að athuga hvort að maður sæi einhvern dverg til að drepa með 2-handed sverðinu sínu eða gulli til að mina!!
En þrátt fyrir þetta er ég enganveginn að fara að hætta eða minnka eve-spilun. Spurning hvort að það sé til deild inná SÁÁ sem læknar tölvuleikja sjúklinga?
Just my 2 cents
Znaei -Adult Entertainment-
Flatus Lifir Enn