Ef þú ert kominn með ore (málmgrýti) þá viltu refinea (vinna) það í minerals (hráefni).
Þú ferð því með málmgrýtið í stöð þar sem boðið er upp á Reprocessing þjónustu. Athugaðu að ákveðið lágmarksmagn af málmgrýti þarf til að þeir vilji vinna það - en þú kemst fljótlega að því hvort þú sért með nóg.
Að því ferli loknu ertu búinn að vinna þér hráefni úr grjótinu, og þessi hráefni eru notuð sem byggingarefni leiksins. Nú geturðu selt þau á markaðnum. Fljótlegasta leiðin er að nota hægri-hnapps-valmyndina á efnunum til að framkvæma Quick Sell. Varastu þó að taka hvaða tilboði sem er og kynntu þér verð, framboð og eftirspurn.
Kveðja,
Vargu