Það byrjaði allt þegar ég sá eitthvað um þennan leik í sjónvarps þættinum at. nokkrum vikum seinna sagði vinur minn frá einhverjum íslenskum leik sem ´ætti að vera rosa stór mmo. Síðan fór ég heim á netið á eve-online.com og las eitthvað um þetta. OK ég hef aldrei verið jafn heltekin af einum leik. Eftir þetta fór ég inná þessa síðu á hverjum einasta degi og var að spá í hvort ég ætti að fá mér betað. ég las umþaðbil (veit ekki hvernig það er skammstafað) allt um þennan leik, allt um allt. það tók allavega svona nokkrar vikur. Eftir það komst ég af niðurstöðu. Ég ætlaði að gera það. Ég skráði mig of fékk nokkru seinna í-meil um að það hefði verið tekið við þessu. Ég var allveg rosa glaður og hélt að ég væri að fara að fá betað. Í rosa spenningi fór ég á bókstaflega hverjum degi á meilið mitt og tjekkaði hvort ég væri búinn að fá betað, ég fór meirasegja á þetta í útlöndum. ekki leið á löngu þar til ég var orðin doldið leiður á því að bíða svo ég skráði mig aftur. Þegar að umþaðbil eitt ár hafði liðið frá því að ég fyrst skráði mig sem beta testera komst ég að því að maður þurfti að vera orðin átján ára til að fá betað. úff hvað ég var pirraður !!!!!. Allan þennan tíma hefði ég bara geta látið pabba minn skrá sig svo gæti fengið leikin. eftir þetta hafði ég misst næstum allan áhugan. Eftir nokkra mánuði þeggar stittist í það að leikurinn kæmi út var ég orðinn mjög spenntur. Mig langaði að fá leikinn meira en andskotann. og ekki leið á löngu þar til leikurinn var loksinns komin út . EN þurfti leikurinn endilega að koma út þegar ég var í prófum og ekki vildi ég vera að fá lægri einkunnir útaf einhverjum tölvuleik. En nú þegar prófin eru búinn er ég ekki enþá búinn að kaupa mér hann.
nú er sagan búin, köttur útí mýri úti er ævintíri. TA TA!!!!
“Catch you on the flipside”