Það sem gerist þegar maður dettur út úr mmorpg leik er það að kallinn hverfur, og virkar þetta alveg eins og maður hafi hætt í leiknum, allt sem gerðist verður vistað og þegar maður fer aftur inn að þá er allt á sínum stað og maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. En það getur verið galli ef maður er á hættulegu loftsteinabelti, og hefur náð að drepa alla óvini, kannski fleiri saman. Svo byrjar maður að ná sér í góðmálma og svo allt í einu dettur maður út. Og þegar maður fer inní leikinn eru vondu kallarnir kannski komnir aftur og enginn nema þú á loftsteinabeltinu. Þá er hætta á að maður verði drepinn.
En það sniðuga við þennan leik er að ef maður er drepinn að þá nær maður yfirleitt að sleppa í burtu í nokkurs konar björgunarhylki sem getur warpað tilbaka, en er ekki með nein vopn. Þá fer maður bara í stöðina þar sem maður byrjaði og fær nýtt skip. :p