Núna hef ég verið að skríða í gegnum þær upplýsingar sem hægt er að nálgast um íslensku CORPin og verið að skoða þær stefnur sem þau ætla sér að taka og eru þær ekkert nema gott mál.
En ég get ýmindað mér að þeir séu margir sem veigri sér við það að skrá sig upp í vel skipulagt CORP áður en leikurinn kemur út, til þess eins að komast að því að Þetta CORP sé ekki það rétta, fyrir utan það vesen sem stjórnendur CORPsins lenda í ef margir eru að skrá sig í og úr á stuttum tíma.
Væri ekki sniðugt ef CORP eins og RAID settu upp eina deild sem væri fyrir freelancera, (ég tek RAID sem dæmi þar sem mér sýnist á öllu að það hafi tekið öll önnur íslensk CORP undir sinn væng) þessi deild gæti verið laus undir reglugerðum RAID en samt hjálpað og fengið hjálp þangað til þeir hafa gert upp hug sinn hvort þeir vilji skrá sig.