Jæja þar sem ekkert nema “gott og blessað” hefur komið í svörum við þessa grein finnst mér að það sé tími til að neikvætt svar komi.
Það er allveg rétt að freelancing mun verða að öllum líkindum mjög stór hluti í byrjun leiksins, áður en flesstöll fyrirtækin geta unnið sér inn nægan pening til að geta stutt við almennilegri framleiðslu. Freelancers eiga eftir að vera mjög áberandi í eve heiminum.
En málið með freelancer er þetta hérna FREE-Lancers. Þeir sem eru lausir við öll bindandi tengsl við fyrirtæki. Vandamálið er að þessi bindandi tengsl eru fyrirtæið. Ef Raid enterprises færi að eyða dýrmætum auðlindum sínum í fólk sem er ekki meðlimir og eru þannig séð ekki að vinna í neinum mæli að byggja upp fyrirtækið, myndi það þá ekki gera lítið úr vinnu þeira sem eru meðlimir og eru að vinna í uppbyggingu fyrirtækisins.
Það að vera meðlimur í corpi eða faction er ábyrgðarstaða. Það er ætlast til þess að þú gerir það sem þér er ætlast og þér er umbunað eftir því.
Um leið og einhver deild slítur sig undan reglugerðum Raid þá er þessi deild ekki lengur hluti af Raid. Fyrirtækið verður að virka sem eining og ef ein höndin virkar ekki sem skyldi, þá mun ég ekki hyka við að gera mína skyldu og höggva þá hendi af.
“Corporations have responsibilities, freelancers do not. Responsibility is the core of every corporation, without responsibility there can be no discipline and without that there is anarchy. And anarchy is death”
General Talon Karde
ARTS
Head of “The Reavers” internal judicial and retribution agency.
“Betrayal is equal to suicide”
“we are the fist of justice and the hand of Law”
Það að Corpið og freelancerar myndu vinna saman þýðir ekki að auðlindir CORPsins, sem félagar í því hafa unnið hörðum höndum fyrir, myndi vera dreift niður á freelancera eins og félaga, það sem ég er að tala um er samastarf, hvernig sem það væri sett niður.
Samstarfið gæti vera fólgið Non-aggression pact eða eitthverju álíka. Skráðir freelancerar gætu borgað CORPinu eitthverja upphæð, og verið skyldir til að hjálpa félögum í CORPinu ef þeir lenda í vandræðum. en á móti kemur að með þessu eru félagar í CORPinu líka skildugir til að hjálpa freelancerunum.
Þetta er bara ein hugmynd, og eins og með allar hugmyndir er hægt að vinna úr þessu.
0