Því miður þá gat ég ekki sjálfur tekið þátt sökum slakrar nettengingar og lélegrar fartölvu (andskotans sumarfrí í öðru landi með crappy nettengingu(Bandaríkin)) þá þurfti ég að fylgjast með í covops og vera dómari þar sem að ég treysti mér ekki til að berjast á tengingunni minni.
Við erum mission running corp og er þetta því ágætis pvp æfing. Ég ákvað fyrstu bardagana(án þess að vita skipin) og bardaginn hófst.
8 skip skráðu sig, 3 thorax, 2 rupture, 1 celestis, 1 arbitrator og 1 caracal
8 liða úrslit:
bardagi 1: Thorax gegn Caracal: Caracal vinnur því thorax laggar út úr leiknum, reglurnar segja ENGAR AFSAKANIR og caracal vinnur því auðveldan sigur.
bardagi 2: Celestis gegn rupture: Celestis + jamming drones jammar rupturinn algjörlega og nær að drepa hann hægt en örugglega með 3 200 mm railguns og 1 heavy missile launcher
Bardagi 3: Arbitrator gegn Rupture: rupture vinnur með 58% structure og sannar að skill skipta máli í þessum leik.
Bardagi 4: Thorax 1 gegn Thorax 2: Báðir með mwd, blasters og hammerheads. Thorax 2 vinnur með yfirburðum enda er flugmaðurinn með 32 million sp gegn 5 million sp, aftur þá skipta skillin máli.
fjögurra liða úrslit:
bardagi 1: Celestis gegn Caracal: Caracal flengir Celestis því að Celestis mistekst að jamma caracalinn( caracal flugmaðurinn er CEO í fyrirtækinu og er stelpa í alvörunni(ekki að það skiptir máli)).
bardagi 2: Rupture tekur thorax, báðir eru settir upp fyrir close range combat, en það sem að bjargar rupture er það að hann hefur 1600mm plate, thoraxinn hefur einungis 800mm.
úrslitabardaginn:
Caracal gegn rupture:
Rupture gerir grundvallar mistök, skiptir út mwd fyrir afterburner til að geta notað pg aðeins betur og gleymir að ná í nýja dróna sem að höfðu eyðilagst í fyrri bardaga, caracalinn er með mwd og heldur sig í 20 km+, rupture með autocannons kemst ekki nálægt caracalinum og deyr mjög slæmum dauðdaga.
Caracal vinnur því keppnina. Mjög svo óvænt úrslit.
Ég ætla mér að taka þátt í næstu keppni og ætla mér sko að sýna að thorax er besta skipið fyrir pvp.
Ég hef talað.