Þeir sem eru komnir til vits og ára muna eftir <a href="http://www.iancgbell.clara.net/elite/“>Elite</a> sem maður spilaði heilu sólarhringana á <a href=”http://www.zock.com/8-Bit/D_Acorn-B.HTML“>32KB BBC tölvu</a>. (Nostalgíukast) Ég hef enn ekki fundið leik sem gefur manni þennan váááá… kúúúl fíling (eru það virkilega að verða 14 ár síðan?) <a href=”http://www.argonet.co.uk/users/inspire/karma/karma.html“>Karma</a> lofaði góðu, keyrði á <a href=”http://www.computingmuseum.com/museum/archi.htm“>Acorn Archimedes</a> með <a href=”http://pub13.ezboard.com/fiwetheyfireinthevalleyii.showMessage?topicID=4.topic">ARM2</a>, sem var þáverandi superCPU. (Djöfull var maður 'leet!) en aðalheilinn á bak við hann dó í slysi. Svo kom Braben með Elite 2 og Elite Frontier sem voru svona lala, en einhvern veginn vantaði herslumuninn. Ég sá í viðtalið við ccp að EVE væri byggður á svipaðri hugmynd og Elite, og ég vona að þeim takist að ná gamla Elite andanum, því þá eiga þeir eyrnamerkta peninga hjá mér í framtíðinni.
J.