————————-
Hrökkva eða stökkva
Eftir að hafa skoðað EvE síðuna hef ég held ég komist að smá vandamáli. Þessi leikur bíður upp á gríðarlega spillingu og einokunarsemi. Eftir því sem ég best get séð er að þeir sem byrja snemma á leiknum munu verða ótrúlega valdamiklir miðað við þá sem byrja seinna. Til dæmis gæti Char 1 joinað þegar leikurinn kemur út en Char 2 joinar kannski 1 ári seinna. Char 1 hefur haft heilt ár til að uppfæra skipið sitt mjöög mikið og kannski keypt tonn af char-kits á meðan char 2 byrjar með sitt littla skip og 7 abilities. Char 1 gæti líka verið í klani sem sérhæfir sig í einhverju sérstöku svo sem mining operations og er búinn að stofna corp í kringum það. Síðar kemur char 2 og ætlar að gera það sama. Það gefur augaleið að char 1 getur gert hvað sem hann vill við char 2. Boðið honum að joina corpið, stolið öllu frá honum eða bara eytt honum. Það verður að hrökkva eða stökkva, kaupa leikinn strax eða bíða og verða kraminn. Það geta ekki allir keypt leikinn eða uppfært tölvuna strax þannig að þessi leikur býður upp á spillingu af hinni verstu gerð. En vitið þið hvað, ég er að hugsa um að verða spilltur =)