Leikurinn gerist öðrum heimi, fjarri frá plánetunni jörð. Mannfólkið hafði búið til hlið sem kallast EVE, sem sá um ferðir um ormagöng á milli Jarðar og Nýja heimsins. Mannfólkið dreifði sér og fór að nema nýjar plánetur. Dag einn hrynur EVE hliðið og skilur eftir alla nýnemana til að sjá um sjálfan sig. Einungis 5 plánetur ná einhverjum völdum. Amarr Empire, Gallente Federation, Caldari Empire, Minmatar Republic og Jovian Empire. Friður ríkir milli þeirra og hefur verið í nokkar aldir.
Þetta er grunnsöguþráðurinn í leiknum. Frekari upplýsingar eru að finna á <a href="http://www.eve-online.com">EVE-Online.com</a> Mæli eindregið með að kíkja þangað. Þar eru einnig linkar á viðtöl við nokkra úr hópnum. Núna er bara að bíða og vona eftir þessum leik. Vonandi mun hann opna tölvuleikjaiðnaðinn hérna á klakanum.
[------------------------------------]