EVE-ONLINE EVE: Second Genesis verður fyrsti “alvöru” PC leikurinn. Þeas þetta er ekki tímaflakkarinn eða eitthvað álíka mikið sorp. Miðað við það sem ég hef séð þá er mjög professionally farið að þessu. Enginið er mjög flott. Hvert skip er frá 3000-5000 polygons og þegar ég fékk að sjá model viewerinn hjá þeim þá get ég vægast sagt að það var flott. Hef ég einnig heyrt að forritarinn situr þarna dögum saman að forrita og fer eigi heim nema konan hringi í hann. John Carmack Íslands, þeas hann þarf bara tölvu og kaffi til að lifa af.

Leikurinn gerist öðrum heimi, fjarri frá plánetunni jörð. Mannfólkið hafði búið til hlið sem kallast EVE, sem sá um ferðir um ormagöng á milli Jarðar og Nýja heimsins. Mannfólkið dreifði sér og fór að nema nýjar plánetur. Dag einn hrynur EVE hliðið og skilur eftir alla nýnemana til að sjá um sjálfan sig. Einungis 5 plánetur ná einhverjum völdum. Amarr Empire, Gallente Federation, Caldari Empire, Minmatar Republic og Jovian Empire. Friður ríkir milli þeirra og hefur verið í nokkar aldir.

Þetta er grunnsöguþráðurinn í leiknum. Frekari upplýsingar eru að finna á <a href="http://www.eve-online.com">EVE-Online.com</a> Mæli eindregið með að kíkja þangað. Þar eru einnig linkar á viðtöl við nokkra úr hópnum. Núna er bara að bíða og vona eftir þessum leik. Vonandi mun hann opna tölvuleikjaiðnaðinn hérna á klakanum.
[------------------------------------]