Ég hafði verið í fríi í 2 klst þegar Nefndin(innan corpsins) kallaði saman fund,Allt liðið þurfti að mæta ég var í nefndinni en eftir atvikið í xetic þá var það tekið af mér og ég gerður að Kaptein, ég var ekki sáttur með þá ákvörðun en hvað gat ég gert, ég gat ekki farið að mótmæla Þinginu og átt á hættu að vera myrtur fyrir framan alla mína liðsmenn.

Það voru allskonar málefni tekin fyrir t.d menn hækkaðir um tign þá ætlaði ég að labba út og þá heyrðist Öskur frá Efsta Þingmanni “Floda þú ferð ekkert vertu kyrr ella verður þér refsað” Ég svaraði þessari skipun með mikilli frekju mér var sama það sem ég sagði var einfalt og skýrt“Hví ætti ég að vera hér þegar ég heyri einhvern taka minn stað í þessu þingi ég hef engann áhuga á því og ég kveð þennan fund ef það er eitthvað sem þið hafið að segja mér segið mér það þá núna ég er að fara að berjast við hið góða takk fyrir og bless”

Þá kom Öskur
“Verðir stoppið hann leyfið honum ekki að yfirgefa salinn!!!!”
það komu 4 Stórir og miklir menn á móti mér og stoppuðu mig ég átti ekki að fara útaf fundinum það var eikkað sem var verið að leyna mér og það var greinilega mikilvægt.Ég ákvað að sýna engan mótþróa og hlusta.

Þá var farið yfir í mál okkar við erum pirates og munum alltaf vera en ákveðið var að skipta flotanum niður í nokkrar deildir, ákveðið var að hluti af corpinu myndi loka gömlum svæðum okkar aftur drepa allt sem færi þar inn því fullt af fólki var búið að gera sér heimili þar, annar hluturinn átti að berjast gegn stain, og enn annar hlutinn gegn Xetic.

Þá sagði Nefndin að hún hafi ákveðið að gera mig af Hershöfðingja aftur og að ég eigi að fá með mér 30 Herskip til að taka aftur svæðið okkar sem við höfðum misst. Ég tók við þeim flota og bað um að hann yrði nefndur eftir gamallri sérsveit breta sem var kölluð S.A.S, það var samþykkt án mótmæla, ég bað líka um að fá nokkra sérstaka menn með mér í þetta. Ég var slegin í tign “Hershöfðingi S.A.S”, ég labbaði út ég var mjög stoltur af nýju tigninni og búningunum sem þeir höfðu gert fyrir sveit mína.

Ég hafði með mér lista yfir menn mína vá þeir voru ungir flestir bara um 17-18 ára aldurinn ég var ekki sáttur en jæja þeir voru góðir og voru tilbúnir að deyja fyrir málsstaðinn, ég kallaði þá á fund, lét þá fá búningana sína og tignirnar sínar, svo tók ég eftir því að einn búningurinn var fyrir kvenmann ég fór í sjokk vissi ekki að það ætti að vera kvenmaður með í þessari sendiför ég kallaði nafn Hennar , hún svaraði Já herra ég er hér, ég rétti henni búningin, og spurði hana hví hún gæfi sig fram í svona bardaga, þá svaraði hún ég leita föður míns hann er þarna einhverstaðar lifs eða liðinn ég verð að finna hann til vekja hann aftur til lífsins. Ég sagði við hana ef það væri eitthvað þá vissi hún hvar væri hægt að finna mig.
Framhald væntanlegt
Á yndislega Rottweiler tík og var stoltur German Pincher Eigandi.