Caldari flotinn varð sterkari og sterkari eftir því sem tímar liðu og Caldari flóttamenn byrjuðu að koma sér fyrir meðan Gallente menn voru ennþá í annarlegu ástandi eftir að öfgastjórnin féll. Caldari menn gerðu mikið af árásum inní geim Gallente manna sem þeir vissu ekki alveg hvernig átti að bregðast við á stóru og klunnalegu skipum sínum. En þó að Gallente menn áttu erfitt með að eyðileggja skip Caldari gat Caldari ekki unnið svona svo að árásir höfðu lítil áhrif nema það að minnka liðsanda meðal Gallente manna.

Eftir smátíma komst á hreint hvað Caldari menn vildu, þeir voru til í að undirrita frið ef Gallente menn myndu láta þá aftur fá Caldari Prime og samþykkja það að Caldari væri fullvalda ríki. En Gallente menn gátu ekki samþykkt þetta vegna tveggja ástæðna: þeir gátu ekki samþykkt að Caldari menn myndu vera svona nálægt heimaplánetu þeirra og ef þeir myndu leyfa þeim að slíta sig frá Gallente myndu Intakis og Mannars líka reyna það. Gallente menn voru þvingaðir til að hundsa hryðjuverkamennina og koma þeim aftur inní Gallente með góðu eða vondu.

Í dágóðan tíma gátu Gallente menn ekkert gera nema að horfa á Caldari menn leika sér að Gallente flotanum við útjaðra heimakerfis Gallente. Caldari gerðust djarfari og djarfari og alltaf á nokkurra mánaða fresti virtust þeir koma með nýrri og betri útgáfur af einmanns flaugunum. Margir íbúar Gallente fannst óhjákvæmilegt að verða við kröfum Caldari manna því annars myndu þeir fljótlega keyra þá á bak og vinna stríðið. Allt sem þeir reyndu brást, tilraunir þeirra til að búa til sínar eigin einsmanns flaugar voru algjör hörmung og varnir á stöðvunum, s.s. sprengjur og sentry byssur gátu aðeins verndað stöðvarnar svo og svo mikið. Það virtist líta þannig út að alltaf þegar Gallente menn fundu upp eitthvað til að sigra Caldari fundu Caldari menn upp eitthvað sem var enn öflugra.

Loksins kom lausnin. Mikil framför hafði verið núna í vélmennahönnun og sprengjurnar breyttust í mun hættulegri hluti. Fyrstu drónin litu dagsins ljós, fljótlega réðu þau við einsmanns flaugar caldari manna. Sú staðreynd að drónin voru miklu ódýrari í framleiðslu en skip og það þurfti ekki vel þjálfaðan flugmann til að stýra þeim gerði Gallente mönnum kleyft að framleiða dágóðan bunka af þeim og fljótlega gátu Caldari menn ekkert gert. Þeir börðust við að vinna mótsvar við þessu hræðilega vopni, það tók þá frekar stuttan tíma, þeir bættu við fleirri vopnum og einsmanns skipin sín, uku varnarhæfileikana og kölluðu skipin freygátur. Reyndar þurfti fleirri menn til að stýra þessum skipum en það breyttist þegar capsule tæknin kom frá Jovians.

Stærsta barátta stríðist átti sér nær kerfinu Iyen-Oursta. Bæði Caldari og Gallente menn voru fullvissir um sigur og létu því allt sem þeir áttu í þennan bardaga. Útkoman var stærsti bardaga sem hefur átt sér stað í alheiminum til þessa, enn í dag hefur aðeins verið einn stærri bardaga en það var bardaginn við Vak'Atioth í Ammar-Jove stríðinu. Bardaginn við Iyen-Oursta varði í meira en dag. Eftir nærri því 15 tíma af stanslausum bardaga drógu Caldari menn sig til baka og leyfðu Gallente mönnum að fá bardagavöllinn. Gallente menn lýstu yfir sigri og Caldari menn gerðu það einnig þar sem þeir gerðu gríðarlegan skaða við Gallente menn, mun meira en Gallente menn höfðu náð á þá. Hvort sem var þá vildu hvorugar þjóðirnar játa að þær höfðu verið sigrara og það varð augljóst að þetta stríð yrði ekki leyst með venjulegum bardögum.

Með freygátunum náðu Caldari menn að stöðva útrás Gallente manna og fljótlega varð lífið aftur eðlilegt fyrir íbúa bæði Caldari og Gallente, stríðið var órafjarri og kom varla við sögu venjulegar manneskju nema öðru hverju. Hvorug hliðin var til í að bjóða frið þar sem báðar þjóðirnar óttuðust að það yrði tekið sem merki um veikleika, en nýja kynslóðin sem óx núna úr grasi var ekki alveg til í að fórna sér fyrir svona óverðugan málstað og fljótlega varð stríðið aðeins litlir bardagar. Málið var loksins útkljáð þegar Gallente menn kynntust Ammarr sem var miklu stærri ógn en Caldari. Þetta kom þeim til að semja um frið. Gallente menn viðurkenndu ríki Caldari manna og báðar hliðar fengu að eiga svæðin sem þeir áttu áður en stríðið byrjaði fyrir utan Caldari Prime sem var enn undir stjórn Gallente manna.