Nú hljómuðu bjöllurnar enn hærra svo heyrðist í öllum talstöðum “Order to Arms”, ég dreif mig þá og tók með mér auka skot og tundurskeyti, lagaði skipið mitt, bað til guðs míns að ég myndi snúa aftur til að geta notið lífsins í einn dag án þess að vera í eilífum stríðum.
Ég fór útúr stöðinni og þá sá ég marga menn sem höfðu líkað fengið skipunina og voru jafn hræddir eins og ég, Það var ákveðið hver átti að fara fyrir árásinni, og það kom í hlut Ceo sem ég er að vinna hjá. En þá sagði hann að ég þyrfti að uppfylla þann eið sem ég hafði svarið nokkrum mánuðum fyrr.
“Eiðurinn”: Þetta var mjög snemma í lífi mínu og ég vildi bara berjast við hlið þess besta að mínu mati og ég bað þá um að vera vængmaður eins í mínu liði, Ég þurfti að fara með eftirfarandi Þulu:
Ég Floda sver þess eið að verja ******* í einu og öllu,
Sver að berjast við hlið hans alltaf þegar hann þarf þess,
sver að reyna að bjarga honum þó svo að ég viti að ég geti látið líf mitt fyrir það,
Ég sver að sýna honum alltaf virðingu .
ég sver að þeir sem drepa foringjann minn munu deyja,
hvort sem það verður fyrir minni hendi eða minna vængmanna þeir munu deyja.
Nú aftur í umræddan bardaga.
Hann bað mig um að koma og vera vængmaður hans ég hafði ekki verið beðin um það í mörg ár en því að hann bað um mig en ekki einhvern af okkar yngri flugmönnum þá vissi ég að hann var smeikur um þennan bardaga því að hann veit að ég myndi deyja fyrir hann.
Hann kallaði á mig í talstöðinni:
Hann: þú veist hvernig við gerum þetta.
Ég: Já herra.
Hann: bara ekki gera neina vitleysu núna!!!
Ég: hvaða Viltleysu Herra
Hann: ég veit hvað gerðist í Xetic.
Ég: hvað ertu að meina Herra?
Hann: Bara ekki drepa þig yfir og út.
Eftir þessa umræðu varð ég ekki kyrrari hann hafði frétt af atviku mínu í xetic það var ekki falleg aðkoma að mér þar en sem betur fer var ég með gott klón. Ég missti heila herdeild sem var undir minni stjórn ég var hýddur fyrir að hlýða ekki skipunum lækkaður niður um stöðu. Ég fékk hroll við tilhugsunina. Ég vona bara að þetta gerist ekki núna var það eina sem ég huxaði ekki aftur ekki núna.
Við vorum byrjaðir að færa okkur nær Grafarreitnum en áður en að við stukkum inn þá komu stutt skilaboð í gegn um talstöðina.“óvinir allstaðar,get ekki haldið þeim í skefjum, ég reyni samt að verjast þar til þið komið sshshshshshshshshsh” sambandið slitnaði, ég kannaðist strax við röddina þetta var bróðir minn. Ég heimtaði að fá að fara inn og bjarga honum en mér var sagt að hafa hljótt um mig. Ég talaði við Councilið þeir samþykktu að við færum inn og reyndum að bjarga því sem bjargað verður.
Ég bauðst til þess að fara fyrstur inn mér var sama þó að það væru fullt af óvinum hinum megin við Hliðið, ég ætlaði mér að bjarga bróður mínum. Allur flotinn kom á eftir mér það voru engir óvinir sjáanlegir hér þannig að við settum upp vörð og ákváðum að kalla upp sveitina sem sambandið slitnaði við. Við kölluðum og kölluðum og það kom ekkert svar en það eina sem ég huxaði var að litli bróðir minn væri þarna einhvernstaðar annaðhvort lifandi eða dauður og það væri mín sök ég hefði aldrei átt að draga hann í þessi stríð hann er ekki nógu reyndur enn.
Ég hafði ekki lengur tíma til að huxa um þetta því óvnir ákváðu að gera árás á okkur, ég var ekki hræddur ég skipaði áhöfn minni að gera skipið tilbúið fyrir bardaga, við hlóðum skildina og gerðum byssurnar tilbúnar. Við vorum um það bil 45 saman allir á “Battleships”, þeir voru um það bil 30-40 á mismunandi skipum. ég byrjaði að læsa á skip í óvinaflotunum. Ég skaut og skaut og drap nokkra við börðumst lengi, við urðum fyrir missi en hann var ásættanlegur því missirinn var meiri í óvinaflotanum. Bardaginn endaði þannig að óvinrinn flúði til baka.
Við fórum aftur í varnarstöðu og héldum áfram að kalla þá heyrðist alltí einu mjög veikt í talstöðinni:“ við erum á felustað okkar fyrir utan plánetu1 tungl2, við erum illa særðir við biðjum um fylgd út ég endur tek við erum illa særðir við biðjum um fylgd út, öll okkar skip standa í logum við höfum gert tímabundnar viðgerðir ættu að duga okkur út ef við fáum vernd yfir” ég öskraði af gleði innra með mér litli bróðir minn var lifandi hann hafði þolað allar árásirnar, ég fékk leyfi til að svara kallinu ég svaraði “kæri bróðir við erum á leiðinni við urðum fyrir missi líka við munum fylgja ykkur alla leið til baka, Sé þig eftir nokkrar mínútur”.
Flotinn okkar mætti á staðinn þar sem voru um það bil 20 skip öll lemstruð mjög illa og nokkur “pod” öll skipin voru brennandi þannig að það skipti miklu að koma þeim áleiðis heim. Við lögðum af stað heim en ég ákvað að fara alltaf fyrstur inní system en ég beið alltaf eftir því að allir væru í stökkfæri.
Þegar við komum heim var okkur tekið fagnandi enda vorum við búnir að vera lengi í burtu og það sást illa á flestum skipum okkar, en þeim var lagt og þau löguð svo voru ný skip byggð fyrir þá sem misstu sín því flotinn þurfti að halda aftur út eftir 2 daga, ég var ekki sáttur við þá ákvörðun en það var ekki mitt að ráða. Ég var þreyttur eftir margra vikna bardaga án pása þannig að núna ætlaði ég bara að taka mér pásu frá öllu og koma skipi mínu í lag og ákvað ég að gefa áhöfn minni 2 daga frí.
Kemur meira seinna vonandi líkaði ykkur þetta
Á yndislega Rottweiler tík og var stoltur German Pincher Eigandi.