Eftir árásina á Nouvelle Rouvenor greip hægri stjórn völdin í Gallente og sýndu strax að þeir myndu svara fyrir sig með því að gera sprengjuárás á Caldari Prime og senda inn hersveitir til að taka yfir plánetuna. Fólk í Federation sem vildi frið þorði ekki að segja neitt þar sem það var hrætt við að vera flokkað sem svikarar svo að Gallente stríðsmaskínan stökk inní gír.
Fljótlega varð það ljóst að það var ekki spurning um hvort heldur hvenær Gallente myndu taka yfir Caldari Prime. Nýstofnuð stjórn Caldari náði aldrei samhljóma niðurstöðu en ríkisstjórnin innihélt stjórnendur stærstu fyrirtækjana í Caldari geimnum. Þegar sex stærstu hernaðarfyrirtækin tóku yfir stjórn byrjaði meira skipulagður hernaður en Caldari hafði bara ekki aflið til að berjast við Gallente svo ákveðið var að flytja alla frá Caldari Prime og finna nýja heimaplánetu.
Til að áætlunin myndi virka þyrfti allaveganna að útvega einn mánuð þar sem herskip voru ekki fljúgandi í kringum Caldari Prime svo að flutningaskip gætu flutt út íbúa og vistir. Caldari menn vonuðu að snöggu eins mann bardagskipin þeirra gætu ráðið nógu lengu við stóru og svifaseinu skipin sem Gallente menn notuðu og jafnvel bjartsýnustu menn bjuggust ekki við eins góðum niðurstöðum og raun bar vitni. Stjórnin á Gallente var orðinn svo taugaveikluð að hún var byrjuð að drepa háttsetta meðlimi í Gallente flotanum og láta algjörlega óreynda menn í þeirra stað. Útkoman var að þegar Caldari menn gerðu árás vissi flotinn ekkert hvernig átti að bregðast við. Fljótlega náðu Caldari menn aftur stjórn á plánetunni og svæðinu í kringum hana og brottflutningur hafðist.
Tvær vikur liði. Meira en helmingur af íbúum Caldari Prime voru ennþá á plánetunni. Bæði Caldari menn og Gallente sendu út njósnaskip til að fylgjast með streng hinna og einnig hvað þeir væru að gera. Það varð ljósara og ljósara fyrir Caldari að Gallente voru að undirbúa stærðarinnar árás á Caldari Prime og taka yfir plánetuna í eitt skipti fyrir öll. Þeir þurftu nýja áætlun. Dagar liður og örvænting greip um sig meðal Caldari manna; árás var yfirvofandi.
Loksins tók foringi í Caldari flotanum að nafni Yakia Tovil-Toba völdin í sínar eigin hendur og tók þau fáu skip sem hann hafði og flaug inní Gallente space. Gallente menn bjuggust ekki við árás svo að hann náði að gera gífurlegan skaða á flotanum þeirra og flúði hann áður en þeir náðu að rústa honum, hann hélt áfram svona árásum og fljótlega átti hann aðeins einn mikið laskað skip eftir, hann ákvað að stefna því niður á Gallente Prime. Þegar skipið fór inní andrúmsloftið sprakk það í tætlur og drap alla um borð en stærstu hlutarnir héldu enn áfram að plánetunni og einn hitti borgain Hueromont, og drepur þúsundir. Tovil-Toba og áhöfn hans fórnaði lífi sínu til að milljónir Caldari íbúa náðu að fljúga. Enn í dag er hann flokkuð sem þjóðhetja og nafn hans er með fyrstu hlutunum sem Caldari börn læra.
Þessi árás olli uppreisn meðal Gallente manna og hægristjórninn féll frá, ný stjórn tók við, stjórn sem vildi frið. Þetta gaf Caldari mönnum nægan tíma til að flýja Caldari Prime og aðeins lítill floti var skilinn eftir til að gera laumuárásir á Gallente flotann.
Fólk hefði haldið að friður væri nú að koma en sú var ekki raunin. Stórar hreyfingar inní Gallante vildu hvorki fyrirgefa né gleyma því sem gerðist við Hueromont og stríðið hélt áfram. Caldari menn unnu gríðarleg afvirki í þessu stríði þrátt fyrir greinilega yfirburði Gallente manna. Gallente menn byrjuðu að hanna skip sem gætu auðveldlega tekið út þessa eins manns bardagaskip Caldari manna sem löggðu grunnin að sigri Caldari manna.