Þegar ég byrjaði í EvE gekk ég undir nafninu Icarus100 og stóð mig alveg ágætlega undir því nafni, var fyrst meðlimur í fyrirtæki sem vinur minn átti og hét Goat inc. svo lagði það upp laupana, enda vorum við bara 4 og 3 okkar stofnuðu annað fyrirtæki sem hét Kryptonite. Fljótlega stækkuðum við og urðum um 10 meðlimir sem voru flestir ágætlega aktívir í leiknum. Við byrjuðum framleiðslu á frigates og vorum sjálfur á cruiserum. Eftir að það gekk ekkert svo vel að selja frigates ákváðum við að þetta var ekki að borga sig og fórum við í corp sem hét þá Privateers, þar blómstruðum við og vorum að standa okkur mjög vel, corpið byggðist mikið uppá að allir stóðu saman en maður fékk fría cruisera frá corpinu en var aðeins með einn í einu og fékk maður einnig allan búnað, í staðinn minuðum við öðru hverju fyrir corpið endurgjaldslaust og gáfum corpinu loot sem við fengum úr því að chaina npc´s.
Eftir dágóða stund í Privateers varð ég frekar leiður á því að spila og ég var byrjaður að fara bara inní leikinn til að skipta um skilla í þjálfun. Þá áttaði ég mig á því að núna var ég bara að gefa CCP þúsund kall á mánuði og ákvað því að hætta. Ég seldi Sl4m leikinn og accountinn og hefur hann gert helvíti öfluga persónu úr Icarus100.

Eftir meira en hálft ár án Eve ákvað ég að prófa aftur, það var um það leiti sem Hugi var að gefa frí 10 daga trial. Ég talaði þá við gamlan vin minn sem var með mér í Goat, Kryptonite og Privateers en hann var einnig hættur að spila Eve og stefndi ekkert á það að byrja aftur. Fékk ég hann til að gefa mér persónu sína og snéri ég aftur í Eve undir nafninu Bubbaloo, komst ég að því til mikillar skelfingar að Privateers hafði lagt upp laupana og sameinaðist corpi sem heitir Raptus Regaliter, ég fór þá og talaði við gömlu félaga mína úr Privateers og komst inní Raptus. Núna er ég í raun ánægður með að Privateers sameinaðist Raptus og finnst mér ég fá að blómstra í því corpi. Raptus Regaliter er meðlimur í JQA alliance en við erum aðallega staðsettir í Empire space og svo einnig JQA space sem er staðsettur í The Syndicate.

Ekki var það nú meira í bili um mig eða þá Raptus Regaliter en ef þú hefur áhuga á að prófa að vera meðlimur í Raptus endilega hafðu samband við Beringe inní leiknum.

Rapt | Bubbaloo