Flestir eru nú fljótir að koma sér að í einhverju fyrirtæki og hugsa með sér að það sé einfaldlega ekki hægt að spila leikinn “solo”.
Líf mitt í Eve byrjaði sem forstjóri fyrirtækis sem einkenndist af Íslendingum, þetta var mjög snemma og ennþá hægt að grafa eftir bistoti í kerfum í Concord space. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og fyrirtækið leið undir lok, að mestu vegna þess að toppmenn tóku sér frí og sundraðist fyrirtækið. Ég var einn af þessum mönnum sem tóku sér frí frá leiknum, sem getur bara talist hollt og gott (:>
Þegar ég kom til baka var ekkert eftir að fyrirtækinu og þá þurtfi ég að taka erfiðar ákvarðanir, ætti ég að leita af þessu fólki sem enn var að spila og fá það aftur til að spila með mér, ætti ég að stofna nýtt fyrirtæki eða ætti ég einfaldlega að spila leikinn sem einfari? Ég ákvað að taka seinasta kostinn og hef verið einfari síðan, búin að vera það i svona fimm mánuði og það hefur gengið bærilega. Engar skyldur, ekkert vesen en hinsvegar ekki mikið af spennandi bardögum útfyrir Concord geim.
Ég fann mér gott 0.5 kerfi sem var svolítið einangrað frá helstu verslunarleiðunum í heiminum. Núna framleiði ég allskyns vörur allt frá skotfærum uppí stærstu bardagaskip. Ég er með lítil fyrirtæki í “vinnu” þar sem þeim finnst það rosalega þægilegt að geta sellt allt það sem þau geta grafið upp í beltunum í kring á sama stað. Ég kaupi þetta af þeim á góðu verði, aðeins undir meðalverði og allir græða, svo bý ég til vörur sem ég sel og hagnast vel.
Líf mitt einkennist því af því að vera iðnaðarmaður sem býr til vörur úr efni sem ég kaupi af hráefnaframleiðendum, (sjálfur nenni ég ekki að grafa eftir þessu). Með því að vera svolítið frá helstu verslunarleiðum get ég svo selt vörurnar mínar aðeins dýrar en gengur og gerist því fólk nennir sjaldnast að fara mörg hopp til þess eins að kaupa sér skotfæri eða eitthver tæki þegar það getur keypt það allt á sama staðnum aðeins dýrar.
Maður er búin að eignast marga vini í gegnum tíðinni sem hafa verið að selja mér hráefni því flest fyrirtæki byrja sem hráefnaframleiðendur og fara eftir það í stærri og viðameiri verkefni.
Líf sem einfari er þvi mögulegt og á núna er ég að fá nokkrar milljónir inn á dag án þess að gera neitt, það er gaman að skoða afreskturinn frá því maður var að spila seinast, sjá hvað hefur verið að seljast best o.s.f., núna er ég reyndar að spá í það að ganga í raðir fyrirtækis sem einkenndist að íslendingum því að ég tel það vera kominn tími til að breyta til. Ég held þó áfram að selja og framleiða en það verður eitthvað minna af því þar sem ég er að flytja mig lagalaust svæði langt frá “heimaslóðum”.
Þeir sem langar að prófa að spila leikinn án þess að ganga í fyrirtæki mega því hafa það hugfast að það er vel hægt og það tók mig aðeins fimm mánuði að raka inn 500 milljónum með lítilli fyrirhöfn :)
ÁFRAM EINFARAR!! :)