Smá pistill um alliances í EVE - hvað þau eru, hvernig þau virka og tilgangur þess að hafa alliance.

Til að byrja með eru nokkrir spilarar að vesenast á svipuðu svæði í leiknum - á þessu svæði sem þeir eru á er meira en nóg af öllu að taka fyrir þá alla samanlagt og því ekki nein ástæða fyrir samkeppni þeirra á milli um hver eigi hvað.

Það næsta sem gerist er að það koma fleiri á þetta svæði… og það endar á því að það eru of margir um þær auðlindir sem eru á svæðinu. Það þýðir að það verður að annað hvort fækka þeim sem eru á þessu svæði eða stjórna því hver fær að vera hvar (auðlindastjórnun).

Auðlindastjórnunin er heppilegri af því að það eru sumir sem haga sér þannig að þeir fljúga á milli þessara svæða til þess að ná í mögulegan skjótan gróða (geimræningjar). Ef þú stjórnar auðlindunum þá þýðir það fleiri flugmenn á svæðinu, sem þýðir að geimræningjar (eða þeir sem vilja ráðast á svæðið af því að þeim er ekki hleypt inn - allar auðlindir uppteknar) eiga erfiðara um vik.

Alliance myndast þannig að fólk sem vinnur á sama svæði sameinast um að verjast þeim sem vilja ráðast á það svæði. Þeir sem ráðast á svæðið eru yfirleitt geimræningjar eða önnur alliance. Sá misskilningur virðist vera hjá mörgum að alliances séu “vond” - sem er auðvitað rétt í vissum tilfellum. Sú tilfelli eru einungis “vond” ef einhver fyrirtæki í alliance-inu eru geimræningjar.

Það er þar sem vil lendum í smá vandræðum - hvað er geimræningjafyrirtæki? Allir eru sammála um að það eru fyrirtæki eins og m0o og corp1… en það eru mörg önnur fyrirtæki sem eiga skilið sama stimpil. Nýlega lenti ég í nokkrum svoleiðis sem opnaði augu mín fyrir “heimsku” sem eiginleika nokkurra fyrirtækja sem ég vil merkja sem geimræningjafyrirtæki.

Hvað kemur þetta alliances við?
Jú, sumir í leiknum nota sér fyrirtækjastríð til þess að komast í pvp bardaga. Þeir gera sér upp deiluefni, búa til alt fyrirtæki og lýsa stríði á hendur einhverju öðru fyrirtæki. Þeir setja einhverjar fáránlegar kröfur sem þeir vita að verða aldrei uppfylltar og fara síðan í stríð. Allt til þess að fullnægja ákveðinni þörf og jafnframt til þess að komast hjá því að vera merktur sem geimræningi og EINNIG til þess að komast hjá því að vekja athygli alvöru geimræningja á sér og sínu fyrirtæki. Því ef þeir vildu bardaga þá er ekkert mál að finna eitthvað alvöru geimræningjafyrirtæki og ráðast á það - þeir eru alltaf til í bardaga. Þess vegna eru ALLIR sem ráðast á annað fyrirtæki “án” ástæðu - samkvæmt minni skilgreiningu geimræningjar.

Aular kalla ég þetta fólk. Þetta er fólk sem þorir ekki að vera geimræningi - sem er fullkomlega góð og gild atvinnugrein í þessum leik.

Allavega, alliance er samansafn fólks sem starfar á ákveðnu svæði í geimnum og skiptir á milli sín þeim auðlindum sem eru þar.

[hérna kemur mikilvægasta athugasemdin um alliances]
Það er þeirra starf að vernda alla sem eru á svæðinu fyrir þeim sem koma inn í það með þann tilgang að stela auðlindunum eða skjóta meðlimi allianceins. Því eru ALLIR sem koma inn á svæðið beðnir um að FARA… ella vera skotnir þar sem þeir finnast (sumir eru ekki einu sinni svo kurteisir - telja það full vel auglýst að allir sem koma inn á svæðið og eru ekki hluti af allianceinu verða skotnir).

Þetta finnst sumum vera dónalegt og væla og væla um “vondu” alliancin sem reka þá í burtu og níðast á n00bum.

Vandamálið er að alliancin vita ekki hver þú ert og gera fastlega ráð fyrir því að þú sért annað hvort að koma þarna til þess að stela, skjóta eða njósna… ekki nema rökrétt miðað við hversu oft fólk kemur þangað einmitt til þess.


Þeir sem ekki vita þetta, takið þessu sem góðri ráðleggingu og farið ekki inn á svæði alliances til þess að “skoða” - því það eina sem þið fáið út úr því er vesen sem annars færi í það að fækka geimræningjum.

og til aulanna (taki þeir þetta til sín sem vilja) - finnið ykkur geimræningja til að sprengja eða gerist geimræningjar sjálfir - hættið þessum aulaskap.