Smávegis um Titans og Jump Drives Ég hef mikið verið að spá í þessu og lent í miklum samræðum við marga menn, sem eru bæði sammála og ósammála mér (Yeah, believe it or not :P)
Hérna er ég svo búinn að taka saman það sem ég held að muni gerast.

Þegar Shiva kemur, hvenær sem það nú verður, þá held ég að Titans komi.
Nú, og ef til vill jump drives. Því að mínu mati eru Titans frekar useless án þeirra. Þá geta þeir ekkert farið úr systeminu, því jú, eins og margir vita þá eru þeir of stórir fyrir Stargates.
Ég hef líka heyrt um það að Titans verði of stórir fyrir Asteroid Belts, þannig að ef einhver ykkar hafði gert svaka áætlanir um að verða úber mæner á Titan, þá haha! það verður líklega ekkert hægt að mæna á honum.

En Titans eiga líka að vera nokkurs konar movable stations, semsé önnur skip geta dockað inní þeim.
Það eiginlega bendir meira til þess að Jump Drives verði eingöngu hægt að nota á Titans. Allavegana held ég það, því verður örugglega reddað með mass PG need, eða CPU.

En ef að Titans og Jump Drive koma, þá opnast Jove Space. Líka Polaris, og dæmið fyrir ofan það, og þessi 8 region fyrir ofan catch (minnir að það hafi verið fyrir ofan catch…).
Í þessum 8 regionum eru engar stations, þannig að Titans koma að góðum notum þar.

Einnig verður gaman að sjá hvað skeður fyrir Polaris systemið, því eins og glöggir menn hafa tekið eftir þá eru 3 conquerable stations þar (mæli með því að fólk kíki á descriptionin á þeim). Það verður líka gaman að sjá hvort Polaris gaurarnir eigi eftir að lifa jafn góði lífi og þeir hafa gert hingað til :)
indoubitably