Eitt þykir mér þó vanta og það er upplýsingaflæði um það sem er í gagni í Eve heiminum. Þá meina ég helst hlutlausar upplýsingar eins og “þetta alliance réðist á hitt alliancið” en ekki “Andsk. alliancið réðist á okkur.. ALLIR TIL VOPNA!” :)
Spurning hvort við getum sett upp svona mánaðarlega upplýsingagrein þar sem við leggjum öll eitthvað inn.
Dæmi um upplýsingar:
Hvaða svæði hafa reynst hættilegust að ferðast um.
Hvaða íslensku alliance eru í gangi og hvernig gengur.
Nýjustu fréttir af stríðum og hvernig þau þróast.
Hjálplegar upplýsingar sem einhver var að komast að.
Hvar eruð þið aðallega í Eve heiminum þessa stundina og af hverju?
Þetta er bara nokkur dæmi og um að gera að bæta meiru við. Svona upplýsingarspjall getur hjálpað okkur öllum í leiknum. Þeir sem eru nýbyrjaðir (eins og ég) geta gert sér betur í hugarlund hvað er í gangi. Gömlu Eve refirnir geta líka fylgst með framvindu mála. Þeir sem taka sér pásu og koma aftur inn geta lesið sér til um hvað hafi gengið á síðan síðast.
Það má vera að sumum finnist þetta alveg út í bláinn en það eru svona pappakassar eins og ég sem eigum mun auðveldara með að fylgjast með ef allar upplýsingar eru dregnar saman á einum stað. :)
———————————————–
Þar sem ég er nýfæddur Eve fíkill þá hef ég lítið að segja nema hvað ég aðhefst þessa stundina í Olide stjörnukerfinu og er að að þjálfa upp skills fyrr Thorax skipið mitt. :)
Kveðja,