Afsakið enskan titil…
Síðasta sunnudag hélt EY (Einherjar Yggdrasils) gang fight keppni um yfirráð í einu astroid belti.
Fyrirkomulagið var þannig að kosnir voru gang leaders af öllum members. Síðan voru gang leaders úthlutað flugmönnum (reynt að skipta eins jafnt og hægt var)… markmiðið var að vera eina gengið fljúgandi á frigates í astroid belti sem allir flugu til samtímis. Um leið og aðeins eitt gengi var innan ákveðins radíus frá dómara þá voru þeir lýstir sigurvegarar.
Það mátti semsagt fljúga út og koma inn aftur, aðallega til að koma í veg fyrir að hópast væri á einhver einn…hann fengi þá allavega tækifæri á að forða sér og koma aftur til að valda usla.
Fólk var pínu ruglað til að byrja með eftir að allir flugu inn í beltið, Angel rottur komu og reyndu eitthvað að trufla en höfðu ekki erindi sem erfiði. Hér og það byrjuðu freygátur að springa í loft upp og gengin mjökuðu sér hægt og rólega í átt að sigri með hinum ýmsu aðferðum.
Eitt æsilegasta atriði bardagans var þegar tveir kestrels (mátti bara nota light missiles) …báðir með microwarpdrives fóru í eltingaleik…sá elti að henda út mines og sá eltandi að skjóta missiles sem flugu ekki nægilega hratt til að ná hinum…
Kestrelinn sem var að flýja lenti svo óvænt í ógöngum þegar hann uggði ekki að sér og fór of nálægt astroid..og um leið náðu 12 missiles honum og sprengdu það sem eftir var af freygátunni í tætlur…
Bardaginn um yfirráð endaði síðan í sigri eins gengisins (auðvitað) sem án skipaskaða tókst að hrekja alla aðra úr beltinu og voru því krýndir sigurvegarar.
ýmislegt annað skemmtilegt gerðist, meðal annars var einn nýliði (tveggja daga gamall) sem lifði lengst af varamannagenginu…
Allavega, alls tóku 22 þátt, 20 að keppa og tveir dómarar…meira svona takk ;)
Ravenal