m0o corpið er orðið alræmt sjóræningjacorp eins og flestir vita og prýða aðalmennirnir þar efstu sætin á bounty listanum í Eve.
Þessir kallar podda menn alveg hiklaust og ég sjálfur hef lent í því að vera poddaður og það var j0rt sem gerði það á dominix skipi….Hann gerði 500 í dmg á litla poddið mitt sem átti ekki séns :( það var reyndar fyrir aðalpatchinn sem dró aðeins úr virkni ýmissa vopna og líka jók virkni annarra vopna…Þar sem ég hafði aldrei verið drepinn áður þá var þetta soldið sjokk enn ég hafði asnast til að kaupa mér clone þegar þau komu inn í leikinn á tilboði þannig að ekki var þetta mikill skaði :)(nema skipið sem ég missti).
Svo frétti ég þær gleðifréttir að RUS corpið sem samanstendur af mjög reiðum rússum hafði interceptað m0o og rústað að ég held 2 Bs hjá þeim og var j0rt þar á meðal sem misstu skip…mikið rosalega var ég ánægður þá :).
Þá hélt ég sko að RUS væru svona the interstellar police eða svona sjálfskipuð enn nei einn CEO-inn kom blindfullur inn í stain og byrjaði að drepa miners…það var ekki vel liðið inn í stain og var ráðist á hann í staðinn þá byrjaði eitt allsvaðalegasta stríð sem sögur fara af bara.
Orrustan byrjaði og RUS og Stain pilots voru með blockade síðan drápu hvorn annan í gríð og erg,stærsta orrustan var minnir mig þegar 17 Battleship's og 1 Cruiser voru í ham.Svona hélt þetta áfram í dágóðan tíma og ætlaði Stain-alliance ekki að gefa RUS þessi auðæfi sem voru í stain og voru öll corpin í stain tilbúin að berjast til síðasta manns.Síðan hófust einhverjar viðræður veit ekki hvor aðilinn byrjaði þær enn gruna sterklega RUS um vopnahlé og það var tekið í gildi fyrir stuttu.
Einhver póstaði að Stain-Alliance hefðu beðið um vopnahlé og þar af leiðandi héldu mörg corp að þeir væru ekki eins stórir og þeir héldu og byrjuðu margir að koma inn í Stain óboðnir og segja reglur í Stain mjög greinilega “Tresspassers into Stain will be KOS”.Þar sem um 500 manns eru í Stain-Alliance þá má búast við að menn þar verða ekki sáttir með þetta og gera allt í sínu veldi til að vernda Stain…með öllum nauðsynlegum ráðum.
Niðurstöðurnar sem ég sé úr þessu er að RUS CEO-arnir meiga slaka á Vodkanum…m0o corp verður bráðlega að yndislegri nautasteik…Og Stain-Alliance mun halda áfram að vernda Stain.