Sælir drengir (og endilega stelpur)

Ég var ekki á landinu þegar leikurinn kom út (og er ekki enn) en ég get svo sem dottið í hug að leikurinn hafi selst vel, vonandi.

Þetta er stórt of MJÖG flott skref fyrir Íslendinga út fyrir landamærin okkar á sviði tölvufræði og leikjahönnunar. Vonandi opnar þetta dyr inn í geira sem hefur ekki til þessa verið sérstaklega …já, tilkomu mikill.
Því ekki að gera tölvuleiki á Íslandi, já því ekki!!

Þó nokkur atriði þurfi að laga (nýr leikur) þá er þetta allt í allt mjög ánægjuleg og spennandi upplifun. Annað sem ég hef tekið eftir er að leiknum hefði mátt auglýsa meira hér í USA því ekki margir vita hvað er svona spennadi við þennan leik.

Oh já það er sko (sko, mjög íslenskt orð) mikið varið í þennan leik. Allt sem þú sérð á skjánum segir í STÓRUM stöfum “þú þarft að prófa þennan leik”. Nóg er fyrir hvern sem er að gera í hvaða átt sem sá vill fara.

–ö–ö–ö–ö–ö–

“Texture mapping” er eitthvað sem verður að vera gefið hrós. Jú þú þarft að eiga ágæta tölvu fyrir leikinn en ekki er verið að biðja um mikið. Ég er með Gforce 400 mx 64Mb skjákort (19" skjá) sem er ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Ég fæ fulla upplausn og engin vandræði.
Jæja þá kemur það sem ég ætlaði að segja… Pixels er eitthvað sem þú sérð ekki í þessum leik. Fyrir Online leik að vera, þá er þetta eitthvað sem allir leikjaframleiðendur vilja…. NO PIXELS.

eitt í endan, Bara við fyrstu sýn þá sér maður hvað FORRITARAR hafa haft andlitin sín djúpt í skjám CCP. Lof í lófa.

Vonandi er þetta bara byrjunin á spennandi atvinnu á Íslandi.


Verðandi 3D animator í USA :)=
“May you live in interesting times”