EVE- HIN NÝJA VERÖLD
“Árið 1997 fengu þeir Reynir Harðarson og Þórólfur Beck Hugmynd sem er nú sex árum séinna að fæðast. Eftir að hafa íhugað hugmyndina í tvö ár byrjaði hið eiginlega þróunarstarf, þá voru forritarar, grafíklistamenn og leikhönnuðir ráðnir til þess að gera veröldina EVE að veruleika. Veröld langt, langt frá jörðu, sem getur látið drauma þína rætast. Hversu lankt í burtu og hvar hún er veit enginn. Skúlína Hlíf kjartansdóttir gekk til liðs við CCP (Cowd Control Productions) games í byrjun árs 2001. Hún er menntaður kennari og með BA fráðu í þvrívíddarhönnun og master í skúlptur en starfar nú þar sem hæðastjóri. Í því felst að hafa yfirlit yfir framleiðsluferilinn og að skipuleggja, setja upp og hafa umsjón með öllum innri og ytri prófunum í fyrirtækinu. Hún hefur komið að því að byggja upp þjónustu við leikinn í samvinnu við Símann. Svona leikir eru tiltölulega ný tegund á markaðnum og fengum við Skúlínu því til að ræða aðeins við okkur um EVE.
FJÖLÞÁTTÖKULEIKUR
,,EVE er svokallaður fjölþáttaleikur sem þýðir að hann er spilaður á netinu af tugþúsundum manna í einu. Hann byggir á svokkölluðum varanlegum (persistant) heimi, heimi sme er í stöðugri þróun og endurnýjun, þannig að þó þú sért ekki að spila leikin þá er heimurinn alltaf að verða til og breytast” segir skúlína.
ENDARLAUSIR MÖGULEIKAR
Sögusvið EVE eru plánetur, geimstöðvar, loftseinabelti og stjörnuþokur þær sem er að finna út í geimnum. Samfélagið byggist á persínum sem þú býrð til í upphafi leiksins og hægt er að velja sér mismundandi kynþætti, hár, andlistfall, tatoo og fleira. ,,Möguleikarnir þar eru því umtalsverðir og mjög þróaðir miðað við aðra leiki. Þú gefur persínunni nafn, færð geimskip með lágmarks útbúnaði í faranesti og ferð út í gieminn. Þar tekur þú þátt í félags- og athafnarlíginu, tengist einstaklingum og hópum og myndar félög eins og í raunveruleikanum.”
EKKI HAFIÐ YFIR LÖGIN.
Í leiknum eru samskiptakefri til að spjalla og skiptast á fréttum á milli leikmanna. ,,Það er því bæði hægt að tengjast leikmönnum á persónulegum grunvelli eða í félagheildum. Einnig er lagakefri til staðar þar sem þú gerut komið þér í vandræði ef þú ferð ekki eftir lögum og reglum. Svokallaðir NPC´s (no player charakters), sem eru gervigreindir leikendur búnar til af CCP-Games, mynda áhveðin öfl sem þú verður að takast á við í leiknum. Þeir taka á sig ýmis hlutverk, allt frá því að vera lögreglur, sjóræningjar, geimstöðvarmenn, svo dæmi séu tekin. Leikmaðurinn hefur ákveðin öryggisstig sem minnka ef hann brýtur lögin og hann verður því auðveldari bráð. Það þarf því að taka afleiðingum gjörða sinna” segir Skúlína, og bætir því við að ef þú ert ekki þeim mun snjallari þá borgar það sig að vera heiðvirður borgari.
FORSETI HEILLAR PLÁNETU
Hægt er að spila leikinn á þess að vera í stöðugum bardaga við aðra leikmenn. Hægt er að stunda framleiðsu, verslun og viðskipti, safna peningum og eignast fyrirtæki á heiðarlegan hátt. Ein leið, sgir Skúlína, er að stunda námugröft í einu loftsteinabeltanna. ,,Þó þú byrjir smátt er ekkert þvi til fyrirstöðu að þú getir unnið þig upp í samfélaginu og að lokum orðið forseti yfir heilu sólkerfi.” Spurningin er bara sú, hversu þolimóðir og iðnir eða útsjónarsamir leimennirnir eiga efit að verða. Markiðskerfi EVE tekur mið áýmsum þekktum heimsmarkaðsmódelum, svo sem NYSE og NASDAQ þannig að verðið í heiminum sveiflast upp og niður eftir framboði og eftirspurn. ,,EVE gerist á rauntíma og er alltaf í gangi. Þetta er í reuninni önnur alvöru veröld, veröld þar sem þú ræður þinum örlögum. Margir hafa viljað líja EVE við Matrix, svo rauverulegur er leikurinn.
Áhugamannafélög um allan heim
,,Meðan leikurinn hefur verðið í þróun höfum við haldið úti vefsíðu www.eve-online.com þar sem efni birtist jafn óðum um það sem við erum að gera. Það hefur orðið til þess að það hafa sprottið upp áhugammannafélög um allan heim”. Greinilegt er að leikurinn á eftir að verða gífurlega vinsæll, aðdáenduarsíður eru orðanar 36 og 376 vefsíður og félög hafa skráð sig á eve-online síðuna sem áhangendur leiksins og bíða eftir að hann komi út. Það eru um hundrað þúsund manns alls staðar að úr heiminum skráði sem vilja taka þátt í ytri prófunum eða svokölluðum betatestum sem fara fram á netinu. Þar fá menn að spila leikinn og þannig getur CCP fundið og lagfært villur sem koma upp á meðan leikurinn er spilaður. Nú þegar eru um 15.000 manns að spila leikinn en verða líklega yfir 50.000 áður en að útgáfu kemur. Síminn er einnig að byggja upp þjónustuver þar sem þátttakendur í leiknum geta fengið svor við allskonar vandamálum og fyrirspurnum.
Spennandi verður að sjá hvernig heimur EVE mun verða. Munu allir vilja verða ríkir og valdamiklir á fyristu mínútunum? Eiga glæðaklíkur eftir að útrýma heilu plánetunum eða á lífið á EVE eftir að vera draumaveröld þar sem allir lifa í sátt og samlyndi? Tíminn leiðir það í ljós”
Hrefna Björk
Eve er fjölþátaleikur sem gerist í mikilfenginni veröld. Þessi veröld stjórnast af ofur kapítalskumum efnahag þar sem er geimglug er undirstaða verslunar, samgangna, og deilna. Takmark þitt er að koma sjáfum þér á frafæri sem áhrifamikilli persónu sem nýtur traust vina sinna og virðingu óvina sinna.
EINSTAKAR PERSÓNUR
Valið stendur á milli fjögurra kynþátta, Caldari, Minmatar, Gallente og Amarr. Þú getur nær algjörlega sérhannað útlit persínu þinnar, skapað þína eigin einstöku sögupersínu. Persónan þín þróast með ítalegum hægileikakerfi sem endurspeglar starf hennar. Vertu snillingur í viðskiptum, verðlaunaður vísindarmaður, eða óttaðasti sjóræningji vetrarbrautarinnar…valið er þitt.
Dómur
,,Ef þessi leikur er jafn frábær í spilun og hann lítur út fyrir að vera ættu CCP að vera með mega-hit í höndum”
www.womangamers.com
Dómur
,,Gott? Nei, framúrskarandi er orðið sem ég er að leita eftir. Grafíkin lítur án efa mun betur út en nokkur annar geimleikur hefur upp á að bjóða”
www.woodoowxtreme.com
NÁKVÆMT UMHVERFI
Heimurinn nær yfir 5000 sólkerfi í fjölbreytilegu og nákbæmu umhverfi, fylltur spennu og ævintýrum. Svæði full af sjóræningjum, verlunarleiðir, hertekin landamæri, námusvæði, stjörnum stjórnað af hryðjuverkamönnum og herskáum trúarhópum. Umdeild póltísk svæði, stríðssvæði, uppreisnir, svarthol og falleg könnunarsvæði eru meðal þerra ótrulega atburðarrása sem þú getur kynnst á leið þinni til dýrðar.
KVIKIMYNDARLEGTYFIRBRAGÐ & 3 PERSÓNU SJÓNARHORN
Eve er leikinn í þriðju persónu. Þú horfir á heiminn gengum augu myndavélmennis sem svífur fyrir utan skip þitt. Þetta gefur þér mun betir tilfinningu fyrir heiminum en hið hefbundna fyritupðersónu sjínarhorn. Þar af leiðandi getur þú horft á eftir eldflaugum þínum skjótast í skip óvina þinna og séð skip þitt alelda sem áhorfandi.
HEIMSVIÐBURÐIR OG ÞRÓUN SÖGUÞRÁS
Heimurinn er síbreytilegur og munu hlutir iens og springandi stjörnur, uppreinir, hungursneuð, banvænar farsóttir, forestakosningar og mannrán spilltra stjónrmálamanna vera daglegt brauð. Allt þetta er partur af stærri sögu sem skrifast á meðan á leiknum stendur.
SPENNANDI FORSAGA.
Sögurnar á bak við EVE eru fjölbreyttar. Þú getur grafið djúpt inn í hieminn itl þess að safna mikilvægum upplýsingum svo sem ítarlegri s0gu allra kynþáttanna, mörgum smásögum og tgum greina um fólk, staði og undur heimsins. Allar þessar upplýsingar spannast svo saman í risastóra alfræðiorðabók EVE sem gefur þér djúpa sýn í heiminn sem þú býrð í.
VELDU ÞÍN ÖRLÖG
Þegar þú hefur leikinn byrjar þú á því að velja þér persínu og starfsvið. Þú getur orðið starfsmaður stórrar samsteypu, farið í herinn, verið lögregla, vísindarmaður o.s.fr. Þú munt fá búnað, verkefni og tengiliði í gegnum þann vettvang sem þú kýst þér. Á endanum gætir þú viljað frelsi og byrjað þín eigin starfsemi, stofnað fyrirtæki, gengið í sjóræningja klíku, smyglað eða orðið hausveiðari. Möguleikarnir eru reunverulega endalausir. Vond eða góð, heiðarleg eða svikul, rík eða fátæk, sterk eða aum, þú ræður örlögunum
STOFNAÐ ÞITT EIGIÐ FYRIRTÆKI
Þú getur stofnað þitt eigið fyrirtæki og ráðið aðra leikmenn í vinnu. Stórfyrirtæki geta eignast nýlendur og byggt geimstöðvar þar sem þeir geta stjórnað námugrefti og framleitt allskyns vörur.
STÖÐUG SPENNA
Þú getur leyst verkefni hvenær sem er í leiknum. Þau geta meðaæ annars verið sendiferðir, morð á sendiherrum, skipanir um að elta uooi alræmda glæpamenn eða skippuleggja og fremja áras í samráði við aðra leikmenn.
MANNLEG SAMSKIPTI
Með þúsundir leikmanna hvaðan að úr heiminum er EVE ótrúleg félagsleg upplifun. Þú hefur kost á að halda skrá um fólk sem þú kynnist í gengum leikinn og þannig getur þú byggt upp stóran ganngagrunn um hegðun vina þinna og óvina. Þegar þú hittir síðan leikmannin sem drap þig í sjóræningjafyrirsátinni þá munt þú vita það og hann mun gjalda fyirr það! Alræmdir leikmenn geta verið eltir uppi af hausveiðurum í leit að réttlæti og auðvitað peningum.
LEIKMAÐUR GENG LEIKMANNI
Stór partur leiksins gerist í gengum samskipti leikmannanna. Það er alltaf skemmtilegra að keppa á móti mennskum anstæðingi. En þar sem stórveldin líða ekki morð á sakleysingjum innan þeirra landamæra getur þú alltaf leitað verndar laganna og gert það gott á heiðalegan hátt, en dýrð kemur þeim sem þora. Enginn gefur þér vald, rauverulegt vald er eitthvað sem þú tekur.