Fyrir nokkrum mánuðum fékk ég gamlann makka frá frænda mínum, bara svona upp á djók, og eftir að hafa tekið sænska stjórnkerfið af, og sett ísleska pakkann inn, þá fann ég nokkra leiki, eins og maður bjóst við, eins og Marathon demoið, og nokkra aðra shareware leiki.

Á meðal þeirra er leikurinn Escape Velocity, sem að byggist upp á því að maður stjórnar geimskipi eins og í gamla astroids, og á að skjóta á geymskip, ekki loftsteina.

Loksins kemur að tilgangi greinarinnar:
Escape Velocity, sem er gefinn út árið 1996, er fáránlega líkur Eve (eða eve líkur honum)!

Tilgangurinn með EV er að byrja með mjög lélegt fljúgandi box, og sendast með ábyrgðarsetningar og farþega um sólkerfið til að fá peninga til að uppfæra skipið sitt, og kaupa ný skip, sem að færa manni betri mission, eins og að sendast fyrir glæpamenn, fyrirtæki, federation eða rebels. Maður getur líka bara lifað sem pirate og lootað skipin sem maður slær út.

Svo er líka Combat og legal rating, ef maður er að piratast inná svæði flotans, eða rebel, eða sendist með glæpamenn, þá lækkar legal statusinn, og plánetur leifa manni ekki að lenda nema gegn mútum.

Þetta allt hljómar mjög líkt kerfinu í EVE, en þetta var bara single player, svo það væri gaman að vita hvort EVE byggir á, eða hvort höfundarnir hafi spilað hann

ps.
http://www.ambrosiasw.com/games/ev/
Það eru komin 3 framhöld, og ef þið eruð með makka, skoðið þetta endilega