
Og satt að segja er margt líkt með þessum leikjum, þótt langt sé á milli þeirra.
Báðir gerast í ókönnuðum geim. Í báðum þarftu að verða þér úti um fjármagn til að uppfæra geimskiptið þitt. Elite hafði Thargoids, EVE hefur Jove. Í hvorugum leiknum geturðu lent á plánetum. Í báðum leikjum notaðru geimstöðvar til að uppfæra skipið þitt og versla þér vörur. Í báðum eru 4 megin aðferðir til að koma sér áfram: Verslun, námugröftur, löggæsla og rán.
Stærsti munurinn er að EVE er multi-player, meðan þú varst bara einn í Elite. En hversu oft hugsaði ég hversu mikil snilld væri að spila Elite yfir net, og þurfti eg bara að bíða í 16 ár! :)
Ég spilaði Elite í ræmur á gömlu <a href=”http://www.gondolin.org.uk/hchof/intros/bbc-mode l-b.html">32KB 2Mhz BBC</a> tölvunni minni. (Nostalgíukast).
Síðan er spurning um hvað maður eigi að gera í EVE. Auðvitað vill maður kanna heiminn eins mikið og hægt er. Á maður að ganga í corp? Spila einn? Á maður séns einn? Lendir maður ekki bara í klónum á PlayerKillers?
Well, það verður amk gaman að sjá hvort EVE stendur undir væntingum.
J.