Af hverju hef ég áhuga á EVE? Ég er líklega með þeim eldri hérna, en fyrir 16 árum komst ég með puttana í leik sem hét <a href="http://www.frontier.co.uk/games/elite/“>Elite</ a>. Þegar fyrstu fréttir fóru að berast af þessum ”fyrsta alvöru íslenska tölvuleiknum“, þá sagði einn liðsmanna CCP að þeir hefðu fengið innblásturinn fyrir EVE frá Elite.
Og satt að segja er margt líkt með þessum leikjum, þótt langt sé á milli þeirra.
Báðir gerast í ókönnuðum geim. Í báðum þarftu að verða þér úti um fjármagn til að uppfæra geimskiptið þitt. Elite hafði Thargoids, EVE hefur Jove. Í hvorugum leiknum geturðu lent á plánetum. Í báðum leikjum notaðru geimstöðvar til að uppfæra skipið þitt og versla þér vörur. Í báðum eru 4 megin aðferðir til að koma sér áfram: Verslun, námugröftur, löggæsla og rán.
Stærsti munurinn er að EVE er multi-player, meðan þú varst bara einn í Elite. En hversu oft hugsaði ég hversu mikil snilld væri að spila Elite yfir net, og þurfti eg bara að bíða í 16 ár! :)
Ég spilaði Elite í ræmur á gömlu <a href=”http://www.gondolin.org.uk/hchof/intros/bbc-mode l-b.html">32KB 2Mhz BBC</a> tölvunni minni. (Nostalgíukast).
Síðan er spurning um hvað maður eigi að gera í EVE. Auðvitað vill maður kanna heiminn eins mikið og hægt er. Á maður að ganga í corp? Spila einn? Á maður séns einn? Lendir maður ekki bara í klónum á PlayerKillers?
Well, það verður amk gaman að sjá hvort EVE stendur undir væntingum.
J.