Núna eru já að koma jól, og eins og flestir B&W-arar eru að hugsa, af hverju í fjandanum gat B&W2 ekki komið út fyrir jól? Hefði maður ekki smellt sér í búð og gefið sjálfum sér jólagjöf, ég meina gæti maður ekki sagt, ég hef verið góður? Best að gleðja sjálfan mig!
Það sem við höfum frétt um þennan leik er ótrúlegt, ekkert smá spennandi og ég sver til guðs þegar ég heyri orðið Black&White þá fæ ég hroll.
En eins og þið sjáið, þá er voðalega lítið að gerast á þessu áhugamáli, ég veit ekki hvað er í gangi með þessa yfirstjórnendur, ég er ekkert látinn vita en ég bað um endurröðun á korkum, og bæta við korknum Fable, man ekki hvort ég hafi beðið um “Og Aðrir Lionhead Studios leikir”.
Ég hef ennþá ekki fengið neitt svar.
Aftur á málefnið, það er voðalega lítið að gerast, og auðvitað er það skiljanlegt, þar sem B&W hefur verið til í dágóðan tíma og allt hefur nú þegar komið fyrir, nema einhver voðaleg smáatriði. Auðvitað geta smáatriði verið góð en, ég meina hey.. hver veit þau ekki?
Við verðum að gera e-ð í þessu strákar, og ef einhverjir spila Fable, endilega póstið inn korkum á, bara einhvern kork, mér er sama.
Við bíðum allir spenntir eftir B&W2, hann kemur vonandi bráðum!
kv, derin.
Kveðja, Nolthaz.