Já gleðileg jól.
Það er búið að vera afar áhugavert að vera 3 ár hérna á huga, hef gengið í gegnum tvær gelgjur og er á þeirri þriðju núna, hinar tvær voru afneitunar gegljan og þessi blessaða alfræga smágelgja sem getur oft límst við mann um aldur og æfi, nema hvað ég var heppin þetta árið og losaði mig við hana og fór á þá allra skemmtilegustu gelgjuna sem sumir sleppa við og er það þessi æðislega flippgelja! Ég er afar þakklát fyrir það að hafa verið hér á huga öll þessi ár þó að ég hafi orðið nokkuð vör við það síðastliðna daga og mánuði að hér á ferð er mikið samsæri sem telur sig vera betri en aðrir, já virkir hugarar en engu skárri eða betri eða flottari frekar en ég og þú! við erum öll jöfn, skiftir engu máli hvort við erum gelgjur, forsetar, smábörn, rík, fátæk, nördar, vinsæl, tískufrík, tölvunördar, proffar, í skóla, ekki í skóla, í vinnu, atvinnulaus, löt, óheilbrigð, heilbrigð, frík, flippuð, rokkarar, popparar, pönkarar eða konungsfólk o.s.f.v við erum bara við! sumir eru óþekktir aðrir þekktir og en aðrir stunda huga ekki neitt (hvernig sem á því stendur) en fólk lítið sem stórt megi sú hátíð sem er að hefjast verða ykkur eftirminnileg.
En brátt hefast jólin 2003, og óska ég hugurum um allt land að þau jólin sem hefjast eftir fjóra daga verði betri en þau sem voru í fyrra, hvort sem þau hafi verið góð eða slæm. Borðið góðan mat og hafið ánægjulegar stundir með fjölskyldu, ættingjum og vinum.
Kv. Bínus fyrrum Ragganet
__________________________________