Eins þið sjáið hefur nafninu á þessum kubb verið nokkuð oft breytt og heitir núna “Frá Derin” (Sem er ég, Björgvin). Eins og ég sagði er ég í erfiðleikum að ákveða hvernig ég ætla að nota kubbinn og fann bara perfect lausn.
Lausnin er sú, að hérna mun ég setja inn: Tips & Tricks (t.d. með Fireballs í LAND4), Sögur (eins og ég var að segja ykkur frá dýrinu mínu), Fréttir (bæði frá Black&White, Creature Isle, Black&White2 og The Movies). Eins og margir eru væntalega að segja, að það sé ekki hægt að finna neitt meira um B&W og B&W:CI en það er bara rangt :) Ég er alltaf að finna eitthvað nýtt. En hérna koma núna lausninar við eyjunum.
Þakka ykkur fyrir.
Breytt og bætt inn af derin. Höfundur á greinum 1-2: Mutter, derin 3-4. Eyja númer 5 kemur seinna.
EYJA EITT
Fyrst þetta er tutorial eyja er ekki hægt að komast að öllum features leiksins. Það er enginn “timelimit” fyrir hversu lengi þú mátt vera hérna.
Enn það eru engir gallar, þar semað þú getur ekki gert allt þarna þá muntu líklega ekki geta kent dýrinu þínu allt sem þú villt kenna því. Þú getur his vegar save’að leikinn og spilað smá skirmish og kennt dýrinu þar fullt af hlutum, og bara load’að svo aftur og hann mun kunna allt sem hann lærði í skirmish. Þessi hugmynd er mjög sniðug. Þá getur þú kennt honum galdra og aðra hluti.
Þú munt þurfa að gera nokkur “gullscroll” til að geta fengið dýrið þitt, enn ekki gera það síðast (þar semað leiðbeinandinn varar þig við) efað þú villt tjilla aðeins á eyjunni.
Note: Ekkert að þessum “quest” munu vera erfiðar, þar semað myndavélinni er alltaf snúið að merkilegum hlutum og stöðum, og bæði Whitey & Blackie munu gefa þér leiðbeinigar og upplýsingar hvernig þú átt bæði að leysa “quest” og fleira.
Þá byrjar “questin” til þess að fá dýrið þitt.
Til þess að fá þetta “quest” skalltu finna stórt hlið og ýta þar á “gullscroll” og þá kemur dýra þjálfarinn “Sable” til þess að tala við þig. Hún segir þér hvar 1sti steinninn sem þú ert að leita af er. Hann er já, þar sem þú komst inní bæinn. Sem sagt, þar sem fólkið var að dansa. Þar er fyrsti steinninn. Ekki beint erfitt, en sumir fatta þetta hreint og beint ekki :)
Annar steinninn.
Eftir að hafa farið með fyrsta steininn á sinn rétta stað, segir Sable þér að finna gull”scroll” í bænum. Þegar þú kemur að því, að þá er kona sem er búin að týna bróður sínum einhversstaðar í skóg. Hún biður þig um að ná í hann og koma með hann til sín og þá lætur hún þig hafa seinni steininn.
Þriðji steinninn.
Enn og aftur, þegar steinn númer tvö er kominn á sinn stað, þá segir Sable þér að þriðji og sá seinasti hefur verið ónýtur í marga áratugi. En enn og aftur, finna “gullscroll” í bænum. Þegar þú kemur að því að þá er maður að segja þér að hann geti smíðað nýjan bara út rétta steini. Hann segir þér hvar hann er, þú nærð í hann og bíður í smástund! Þegar hann er búin seturu steininn með öllum hinum og Sable segir þér að velja þér dýr. Þetta eru öll mjög falleg dýr og öll frábær. Það er, Kúin! Tígrisdýrið og Apinn! Ég byrjaði að velja heimskasta dýrið (tígrisdýrið) og núna veit ég að apinn er gáfaðastur, lærir allt miklu fyrr!
Núna er það bara einfallt, slappa af og gera “silfurscrolls” sem ég mæli persónulega með en ég ætla ekki að walkthrougha þau.
Þegar þú ákveður að klikka á síðasta gull “scroll’ið” þá skaltu taka upp mörg “one-shot” kraftaverk og stilla þeim einhver staðar upp, og allt annað semað þú villt taka, þar semað efað þú lætur það í “vortex’ið” þá kemur það á næstu eyju. Mundu að taka ALLA þorpsbúana líka !
Þegar þú loksins ákveður að fara af fyrstu eyjunni, skaltu sjá til þess að dýrið þitt sé vel þjálfað, og tilbúið að sjá um sig sjálft (éta, sofa, skíta etc.) Því þú hefur ekki mikinn tíma til að sinna því á eyju nr 2, þar semað þorpsbúarnir þínir krefjast mikið af þér.
Rest kemur seinna, þó að það sé mjög lítil breyting í þessari grein að þá vil ég samt þakka Mutter fyrir flotta grein og ég er þakklátur fyrir að þú leyfir mér að setja inn og breyta aðeins til.
EYJA TVÖ
Tutorial'ið er ekki búið strax eftir að þú mætir á eyju nr 2. Þú Getur enn ekki byggt ákveðnar byggingar, þótt að fólkið þitt vill það. Vertu þolinmóð/ur, þar sem þér verður kennt það fljótlega. Á meðan, væri góð hugmynd að kenna dýrinu þínu að vökva skóga, þar sem þeir eru dreyfð á þessari eyju, og BÁÐIR guðirnir munu stela af þér trjám.
Einnig, það er líklega ætlað að þér að geta hugsað fyrir mörgum þorpum á eyjunni, þar sem þú VERÐUR að gera það! Heimska fólkið þitt mun ekki lifta fingri til að hjálpa þorpinu, nema að elskast & höggva skóg.
Raunar, skógurinn sem er næst þorpinu þínu hverfur á nokkrum mínutum, og það er engin leið að fá hann aftur. Notaðu vatns kraftaverkin á trén fljótt til þess að þau nái að vaxa aftur og hjálpa þorpsbúum, og látu dýrið þitt hjálpa þér ! Einnig, þegar lítil tré skjóta kollinum upp, vökvaðu þau frekar heldur en stærri trén og skógurinn þinn mun vaxa enn hraðar.
Þegar þú færð loksins workshop'ið þitt og þann “ability” til að byggja hús, þú verður að “færa þig lengra” til að fá alla þorpsbúana til þess að fá fólk til að flytja í húsin. Það er líka allt í lagi að færa sig enn lengra þar semað þú færð enn meiri kraft, enn passaðu þig, svo þú verðir ekki búinn með pláss til að byggja ný hús (það getur komið fyrir, ef að þú hefur ekki stjórn á þörfum þeirra.Efað öffjölgun & húsaskortur verður, þá skalltu
halda vel í skóginn þinn gerðu allt innan þinnar handar til þess !
Einnig, þegar þér hefur tekist að búa til hús handa öllu fólkinu semað þú tókst með þér þá færðu “forest” miracle.
Til þess að geta byrjað að henda þínum eigin kraftaverkum og nota “Totem'ið”
á “Village Center”, klikkaðu á nokkur fyrstu gull “scrollin” mjög fljótlega. Þegar þú kemst að rétt gull “scrollinu” (þegar þér er kent að nota “gestures”, Khazar mun vilja að þú heillir fólkið. Þú þarft ekki að taka yfir þorpinu, þú þarft aðeins að heilla þau þangað til að Khazar fer. Þú getur farið til baka og hugsað um fyrsta þorpið þitt þangað þér líður vel með það.
Þú þarft ekki að hugsa mikið um öffjölgun í fysta þorpinu, þar sem
matar “level'ið” er langt, og þú getur haldið því þannig með því að taka mat úr matarbúðinni þinni og látið það hjá tilbiðjendum þínum við hofið þitt (eða
látið fólkið þitt gera eitthvað annað en að éta).
Khazar mun einnig segja þér að ögra Lethy's og þorpum hans og taka yfir þeim,malltof snemma, að mínu mati, vertu viss að þín eigin þorp séu vel á sig komin sjálf.
Svo, þetta er fyrsta eyjan sem að þú færð að taka yfir öðrum þorpum. Veltur á því hvort þú sért góður eða vondur guð, veldu þína eigin leið hvernig þú ætlar að taka yfir þorpunum, góða eða vonda, þarft ekki að hugsa mikið um trúna.. bara að láta það fá þarfir sínar (ef þú ert vondur þarftu bara að halda þeim… engan mat eða neitt, bara nóg trú sem er auðveldara).
EYJA ÞRJÚ
Þannig er mál með vexti að þú kemur frá aðrari eyju þar sem Lethys er nýbúin að taka dýrið þitt og er með það í haldi hjá sér og eina leiðin til þess að ná því er með því að ná 3 baseum sem engin hefur vald yfir nema hann Lethys hefur vald á einu basei. Þannig þetta er meira heldur en minna spurning um tíman því þú mátt ekki hangsa mikið!
Það sem þú byrjar á að gera er að koma basinu þínu í gott stand, nóg af húsum og mat og trjám og allt það og lætur fólk fæða(breeda) gerir það með því að taka karlmann/kvenmann og lætur hann/hana hjá konu/karli.
Áður en þú byrjar á að reyna að ná basinu skalltu leita af “SILVER SCROLL” rétt hjá base #2. Klikkaðu á það og þá ferðu til karls á fjalli sem er svona gúrú gaur og segir við þig að elta sig ekki því hann er að fara á leynistað til þess að \“meditada\” s.s. safna orku á vissan hátt :) Jæja en það sem þarf að gera er að elta hann niður fjallið án þess að hann sjái ykkur. Það koma 2 save point og þegar það gerist merkir það að hann sé að fara að stoppa og líta í kringum sig (þetta gerist hjá sveppum). Jæja loks er þetta búið þá segir hann við þig um að hann muni birtast þegar þú þarft á honum að halda!
Þegar það er búið og þú telur þig hafa nógu gott influence til þess að ná hinu basinu þá skalltu byrja á að vera doldið snjall og hræða þau með því að kasta grjóti AÐ basinu þeirra þannig einhverjir sjá og líka með því að kasta trjám í village store. Síðan byrjar þú á að nota galdra, notar food í village store og wood líka. Kastar eldboltum líka í basið en passaðu þig á að brenna engan. Um leið og þú nærð baseinu þá fer 1 totem sem heldur dýrinu þínu föstu. Eftir aðeins örfáar mínútur segir Lethys við þig að þú dirfist virkilega að drepa hann sama þó hann hafi dýrið þitt og sér síðan að nokkrir menn þínir hafa farið á strönd rétt hjá basinu þínu #2. Og hann kveikjir í þeim! Eins og gúrúinn sagði þá kom hann og gefur þér nokkur water miracles sem þú þarft að nota til þess að slökkva á þeim. Vertu varkár og hittinn því þú færð minnir mig bara 2 kraftaverk. Ef þú nærð ekki að slökkva í þeim öllum skalltu taka þá og henda þeim smástund í vatnið og taka þá uppúr.
Þegar að þú ert búin að koma báðum baseunum þínum í gott stand og allir eru ánægðir og þú ert með gott influence til þess að vinna hitt basið skalltu vinna við það. En og aftur notaðu sömu trick og seinast með tré,mat og allt það! Því þá verður þú sneggri að vinna það.
Vandræðin með þetta base er að þegar þú vinnur það, að þá kemur Lethys og sendir úlfa á basið þitt og ef úlfarnir komast þá taparu basinu og það tekur ennþá lengri tíma í að vinna það aftur. Þegar Lethys sendir úlfana á þig að þá kemur gúrú gaurinn og breytir helling af úlfum í beljur. Þannig það eina sem þú þarft í raun að gera er að drepa þá, mín leið var að taka alla úlfanna og kasta þeim í vatnið, en þið verðið að passa ykkur að kasta þeim POTTÞÉTT ofan í vatnið! Því ég lenti í því að eftir svona 10 mín að þá kom 1 lifandi úlfur að basinu og ég tapaði því. Já ég var pisst.
Anyway þá er það bara að annast öllum baseunum þínum gera hús og allt það láta fæða mikið. Eins og þú sérð er #3ja basið langt frá #4. Þess vegna þarftu að vera þolinmóður. Því enn og aftur kemur gúrúinn og telur sig vita að þú munt eiga í erfiðleikum með að ná base #4. Þá gerir hann þér kleift að byggja \“WONDER\” sem increasar influencið og gerir margt fleira.
Láttu fullt af fólki byggja og mundu að þetta tekur mikið af wood. Síðan er það bara að vinna við basin. Safna influence og þegar að þú ætlar að vinna basið er mjög sniðugt að stúta village center. Því þetta village (#4) hefur Shield galdranna! Þegar þú stútar því getur fólkið ekki worshippað í því basi.
Þegar þú vinnur það base og færð dýrið þitt, þá er málið að reyna að ná base #5. Því um leið og þú byrjar á því og ert komin langt í því þá kemur Lethys og biður þig um að fara í Land 4.
EYJA FJÖGUR
Svona byrjar þetta, þú kemur inní gömlu eyjuna þína (Land 1). Eins og þú sérð er hún í hræðilegu ástandi. Fireballs falla frá himnum sem er rauður eins og blóð. Eldingar koma einnig frá himnum. Þetta er allt verk Nemesis, erkióvin þíns.
Þegar þú byrjar að líta um eyjuna og skoðar þorpið að þá kemur karl sem byrjar að tala við þig og segir þér hvað kom fyrir og hvernig það kom fyrir. Þá færðu þín tasks.
3 Guardian stones.
1. er undir “Psychal Shield”.
2. er hjá stórum “Ogre”.
3. er hjá manni sem dáir aðeins Nemesis.
ATH:Meðan þú ert að leysa bjöllu ganginn að þá koma pínulitlir “Ogers” frá fjalli sem er rétt hjá basinu þínu. Þeir taka þorpsbúa og fara með þá, dýrið þitt getur hrætt þá í burtu en þegar koma aftur og aftur með nokkuð löngu millibili, þeir hætta að koma um leið og þú vinnur slaginn við “Sleg” (sem verndar Guardion stone 2)
Svona er þetta leyst:
1: Það sem þú þarft að gera er að taka yfir basinu sem er með þennan “Psyichal Shield” hjá sér. Þegar það er búið geturu byrjað á 1sta taskinu. Þetta er einfalt. Þó að ég muni ekki röðina á bjöllunum en eina sem þú þarft að gera er að spila tónana eins og þú heyrir þá. Það er því miður timelimit á þessu Þ.E.A.S. Þú mátt ekki bíða endalaust til að reyna að muna bjöllu ganginn.
Eftir að þú spilar bjöllunar í réttri röð, þá hætta eldboltarnir að koma frá himnum.
2: Þú labbar með dýrið þitt hjá stóra “Ogernum” og slæst við hann. Notaðu hvaða taktík sem er. Og mundu einfaldlega að nota “Leash of agression”. Þú þarft bara að vinna hann. Þá færðu Guardian stone 2.
Þegar og ef, þú vinnur hann í bardaganum þá stoppa lightning bolts.
3: Þetta hef ég ekki leyst “in the good way” en eina sem ég gerði var að ég ýtti á “S” eða “N” í leiknum og fann nafn í einum bæ sem er rétt hjá karlinum (Aztec Village). Nafnið er “Actor”. Þú átt að skila konunni til karlsins og þá klárast taskið. En ég einfaldlega nennti því ekki og át konuna (dýrið mitt sko). Þá fór rauði blóðugi himurinn.
En svo, kom erfiðasta taskið sem kemur AÐEINS þegar þetta task er búið. Karlinn kemur aftur að segja þér að það er annað base sem neitaði að fara undir stjórn Nemesis. Þannig hann setti álög á basið og breytti þeim öllum í lifandi beinagrindur með því að grafa totemið þeirra.
4: Þú þarft að ná nógu mikið influence þannig að þú náir allavega með hendinni þinni yfir eitt totem. Vertu 100% viss að dýrið þitt kunni að taka upp totem. Síðan ferðu með dýrið þitt að toteminu SEM ÞÚ NÆRÐ EKKI TIL. Og lætur hann taka það upp. Á SAMA tíma tekur þú það upp. Eða, þú getur gert village center og sett það í kringum 1 totem, og notað það þannig og látið dýrið þitt taka hitt upp.
Eða, ná nógu miklu influenci til þess að fara með nýjan village center í kringum 1 totem, og lætur dýrið þitt fara á hitt totemið.
ATH: Verður allt AÐ GERAST Á NÁKVÆMLEGA SAMA TÍMA. Takið totemin upp á sama tíma. Þetta tekur stundum smá stund og æfingu :)
TIP MEÐ FIREBALLS: Það er með þessi ljótu fireballs. Sem allir hata því eldboltarnir gera mesta skaðann.
Svona virkar þetta. Þetta er allt prufað og þetta virkar alveg hundrað prósent.
Þegar eldbolti kemur ofan af himninum og lendir á jörðinni skalltu vera fljótur að klikka á “Use button”(Mouse2). Því þegar þú gerir það fer eldbolti beint í hendina þína.
Eftir að þú tekur upp einn eldbolta skalltu grípa eldboltana frá himnum með því að færa hendina á eldboltann. Þ.e.a.s. fara með hendina þína á eldboltann þegar hann er í loftinu.
COPYRIGHT © DERIN & MUTTER B&W ARTICLES INC. ALL RIGHTS RESERVED.
Kveðja, Nolthaz.