Þegar ég fékk leikinn í hendurnar hélt ég að það myndi líða yfir mig. Ég dreif mig heim þegar skólinn var búinn og installeraði honum á korteri (Enda bara einn diskur). Ég var löngu búinn að ákveða að vera illur og þess vegna vildi ég velja annaðhvort Úlfinn eða Ljónið, en ég valdi Ljónið á endanum (táraðist samt næstum yfir svipnum á beljunni þegar ég valdi hana ekki)og skýrði hann Agamemnon litla. Svo spilaði ég leikinn í 6 klukkustundir, áður en ég var rekinn í burtu frá tölvunni. Í lok dags var ég kominn á 4. eyjuna með 84.4% evil en Aggi var eitthvað tregur að verða illur, því hann er ennþá í miðjunni.
Nú verð ég að fara að sofa svo ég geti vaknað snemma á morgun og byrjað að spila!
Autobots, roll out.