Í öðru borði er þér kennt að byggja húsin!
En ef þú ert í skirmish að dúlla þér, þá kemur smá kennsla :P :
Þú átt að eiga hús sem er dálítið undarlegt í lögun, það er flagg með mynd af tré rétt hjá því, og svo er nokkurs konar grindverk sem myndar hálft O. Settu við í húsið, og þegar það er komið nóg af viði, þá verður til scaffold (ferningslaga kubbur úr viði). Taktu scaffoldið upp, færðu það þangað sem þú vilt byggja, og ef það kemur upp mynd af húsi, þá geturðu byggt hús þarna. Settu þá bara scaffoldið niður, og þá ætti að myndast blueprint (gegnsæ mynd af húsinu). Láttu fólkið bara byggja (settu það niður hjá því, ættu að breytast í Disciple Builder) og settu smá við í húsið svo að fólkið þurfi ekki að hlaupa alltaf og ná í við.
1 scaffold: Hús
2 scaffold: Stærra hús
3 scaffold: Civic Buildings (kirkjugarður, workshop….)
4 scaffold: Food Field (ræktunargarður)
5 scaffold: Town Centre (þar sem styttan af dýrinu þínu er, þú sérð kraftaverkin þín þar líka)
6 scaffold: Miracle Dispenser (hann býr ekki til kraftaverk, en þú getur notað kraftaverk á þetta og þá verða til kraftaverkakúlur (one-shot miracles) sem getur verið hentugt).
7 Scaffold: Wonder. Bæta kraftaverk (og ýmsa aðra hluti, mismunandi eftir þjóðum. Ef þú byggir Norse Wonder (með scaffoldum úr Norse Workshop) þá bætast matar- viðar- og vatnakraftaverkin, en ef þú byggir Azteca Wonder þá bætast eyðileggingar kraftaverkin).
8 Scaffold: Ef þú nærð í Football Addon af netinu (man ekki hvort það sé hægt að fá það af Huga) þá geturðu búið til fótboltavöll! Fólkið þitt fer og spilar fótbolta ef það hefur ekkert betra að gera, eins og að vera svangt :P.
Mig minnir að þetta sé allt rétt, en maður veit samt aldrei :P
Ef þú ert með leikinn löglegan þá geturðu kíkt í bókina til að sjá hvað þú þarft til að byggja hús, í staðinn fyrir að koma hingað og kíkja á það alltaf þegar þú þarft að byggja hús :P. En eins og ég segi, í öðru borði þá er þér kennt allt sem þú þarft að vita (og þú færð að prófa Fireball! W00t! :P)
Kveðja, Sigtryggu