Hvað á maður að gera til þess að black and white virki í xp pro. Við vorum að kaupa okkur nýja tölvu í seinustu viku með þessu xp pro. Síðan keypti ég black and white og þegar ég ætlaði að setja hann inn, þá virkaði hann ekki. En hann virkar samt í gömlu tölvunni, og þar laggar hann í klessu. Það væri gott ef eitthver myndi nenna að leisa þetta vandamál mitt.
Svona smá nánari info í lokin. Þegar ég starta leiknum þá kemur upp Black&White merkið, og svo blikkar glugginn einu sinni á skjánum og síðan ekkert meira. Endilega hjálpið mér.
