Það sem þú þarft að gera er að fá mikla trú úr þorpinu þínu, nógu mikla til að þú getir tekið yfir þorpið sem er næst þér. Eldboltarnir(held ég)ættu ekki að kveikja í hjá þér fyrr en að þú tekur yfir þorpið. Það sem ég gerði var að vekja mikla trú hjá þorpinu með hjálp frá dýrinu mínu og henti ég svo viðnum og matnum yfir í hitt þorpið (til öryggis ef að ég yrði lengi með þrautina). Þá lét ég fólkið mitt “dýrka mig” eins og ég vill kalla það og setti skjöld umhverfis þorpið mitt. Svo tók ég yfir hitt þorpið og leysti þrautinar svo að eldingarnar, eldboltarnir hættu og rauði himininn yrði blár(svartur ef að það var nótt). Síðan þurfti ég bara að fá mikla trú til að taka yfir Aztega þorpið til að komast að hauskúpustyttunum. Þá kenndi ég dýrinu mínu að toga upp “totem” og lét það toga upp aðra hauskúpastyttuna, tók ég sjálfur hina upp. Ætla ekki að segja meira í bili.