Ég hef verið að dunda mér aðeins í þessum leik og er í smá veseni. Málið er að hann frýs alltaf hjá mér og ég hef ekki hugmynd hvað er í gangi, hefur einhver lent í einhverju svipuðu? Ég er með gf2 kort, win2k og dx8.
Ég held ég viti hvað er að…þú ert væntanlega með Athlon örra? allavega…það er bug fix á http://arena.mi.is og fara á næst neðstu grein…þar er eitthvað dæmi frá windows og einnig þykir gott að installa Detonator 3 driverana…..þetta lagaði allavega hjá með þetta konnstantlífrízíng dæmi
Hmmm, ég hef lent í svipuðu. Man ekki driver númerið (Er ekki í minni eigin tölvu) en það gæti verið eitthvað að þeim. Þú gætir prófað að taka þá út og setja eldri drivera inn. Venjulega virka driverarnir best sem að fylgja með kortinu, og á bara að updeita þá þegar að maður lendir í vandræðum.
Annað hugsanlegt vandamál er DirectX 8. Þetta hefur ollið nokkrum vandamálum með GeForce 2 kort undanfarið, en því miður er ekki enfaldasta mál í heimi að uninstalla DirectX driverum. Þú gætir þurft að reinstalla Windows 2000 til að það kæmist í lag. (Ef svo færi…)
Hvaða kort er þetta annars? Hercules GF2 64 eins og mitt? ;)<br><br>Royal Fool “You've been Fooled”
Eitt enn, ef þetta virkaði ekki þá geturru skrifað í shortcuttið /noinetconn eða einhvað svipað. Stendur í readme.txt í Black&White folderinu þínu =P fixaði frostið hjá mér altént.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..