Það er búið að vera ansi rólegt hérna þannig að ég ákvað að senda inn eina grein (eða að reyna það:D).
Ég hef nú ekki getað spilað Black&White ansi lengi núna en ég er með mjög fínt minni:).
Þegar að ég var nýbyrjaður að spila Black&White þurfti ég að flétta í gegnum bókina til að svona fatta hvað væri að gerast.
Jæja, ég var búinn að læra hvernig ég átti að færa mig og þannig svo að ég elti fólkið að hofinu mínu. Ég var eiginlega bara búinn að vera að spila leiki eins og Tomb Raider þannig að ég var búinn að venjast því að spila leiki sem eru ekki með mestu gæði í heimi:) þannig að þegar að ég sá sjóinn, landið, fólkið og byggingarnar var ég gráti nær af hamingju.
Jæja, ég sá þegar að ég kveikti á leiknum að það stóð í “Tips of the day” að það væri mjög gaman að kasta fólki um;). Út af því að ég var ekki besta persóna í heimi tók ég upp lítinn kall við fyrsta tækifæri og þrusaði honum út í loftið. Svo ætlaði ég að grípa hann en því miður (fyrir kallinn:D) var talvan ekkert mjög góð þannig að hún fraus í 1-5 sekúndur á þriggja sekúndna fresti þannig að ég þaut svona kílómeter framhjá kallinum sem sveif glæsilega þangað til að hann klessti á svona 90 kílómetra hraða á fjall. Megi hann hvíla í friði.
Eftir dálítinn tíma fór ég í svona silfur “Scroll” og reyndi að kasta steinum til að fella annan stein. Jæja, eftir svona 20 steina var ég að verða frekar fúll, sérstaklega út af einum gutta sem stóð og horfði á sem sagði hluti ef að maður hitti ekki. Ég tók upp annan stein, miðaði, kastaði en hitti ekki (ég kom, ég sá, ég hitti ekki). Þá sagði kallinn: Ooh, that was a close one". Þá varð ég svo brjálaður að ég sá rautt svo að ég tók upp kallinn, miðaði, og þrykkti honum svo af öllu afli út á sjó. En því miður stökk fjall í veg fyrir hann;).
Síðan ætlaði ég að fá einbúann til að trúa á mig svo að ég sýndi honum dýrið mitt. Gaurinn ætlaði næstum því að springa úr hlátri. Roðnandi fannst mér þetta ekkert fyndið þannig að í bræðiskasti tók ég hnullung og varpaði honum á hús einbúans. Þá hætti hann að hlæja á meðan ég grét næstum því af hlátri. Kemur þá ekki litla helvítið, labbar inní þorpið mitt og kveikir í matarbúrinu mínu. Þá hætti ég því að hlæja. Ég slökkti eldinn með vatnskraftarverkinu
og henti síðan gauknum út á sjó (fyrst henti ég honum nokkra þúsund metra upp í loftið;)).
Að lokum náði ég að klára borðið með herkjum en það er ekki fyrr en núna sem að ég veit hvernig ég átti að klára einbúann:D. Og farið svo að drífa ykkur í að senda kannannir, korka og þvílíkt:).
Kv. Sigtryggur.