Mér fanst nú tími til kominn að ný grein kæmi inn hérna á black and white áhugamálið þannig að ég ákvað að skrifa smá um black and white 2.
Sem guð, leikmenn eru kallaðir tilbaka til landsins og sjá að heimurinn hefur þróast. Fólkið er að berjast á móti hvor öðru, og þú sem guð þarft að velja ættflokk ( tribe ) til að styðja. Þú munt taka með þér creature'ið þitt og dýrið hans út creature isle í bw2 til að hjálpa þér. Landið verður mikklu meira af fólki, þannig að það verður ekki eins opið svæði eins og var í BW 1… leikurinn heldur áfram að hafa val á milli góðs og ills og ekki einungis getur dýrið þitt verið gott eða vont heldur verða þorpsbúarnir líka vondir og góðir og gera eitthvað fyrir guðinn. Svo verður líka breytt góða alignmentinu þannig að það verður léttara að spila góðann heldur en í black and white 1, því það verða góð árásagjörn kraftaverk t.d. eins og kraftaverk sem að frystir bæ óvinsins eða stoppar vöxt á plöntum ( ekkert sem drepur einn eða neinn ) Svo verður líka grafískar breytingar t.d. þorpsbúarnir hreyfa munninn þegar þeir tala ásamt öðrum breytingum. Í staðin fyrir þorp koma bæir og borgir sem verða augljóslega mikklu stærri heldur en þorpin í black and white 1. Peter Molyneux hefur ákveðið að fara með black and white seríuna alveg uppí 5 leiki og er þegar byrjaður að skrifa um hvað þeir eiga að vera um, þótt sú hugmynd sé dáldið viðkæm á þessu stigi, Black and white 3 notar svo glænýja þrívíddarvél sem á að vera mjög flott.