T.d í fyrstu borðunum þegar ég testaði hann þá gekk mér bara vel því ég notaði dýrið ekki svo mikið enm svo kom ég í 4. borð og þá fór allt að ganga á afturfótunum. Því dýrið kunni bara 1 galdur (matargaldurinn) það var svo slæmt því að í fjórða borði rignir eldi (þá væri gott að dýrið kinni vatnsgaldurinn til að slökva eldinn) en svo þurfti ég að ná yfir eithvað þorp en það var mjög erfit því að dýrið mitt kunni bara þennan eina galdur og var tregt að nota hann. Þannig að ég hætti og byrjaði uppá nýtt. Núna er ég kominn í 3. borð og dýrið kann 7 galdra utannbókar og svo nokkra galdra sem það er enn að læra.
En þá veltir fólk stundum fyrir sér afhverju það sé svona gott að dýrið kunni að galdra. Ja það er bæði vegna þess að þá getur dýrið hjálpað þér við ýmislegt og svo er líka mjög gott að festa það við matarbúr eða önnur mikilvæg hús í þorpi sem þú vilt ná yfir og svo getur þú farið að gera eithvað annað á meðann dýrið sér um að fá fólkið til að trúa á þig með því að galdra,dansa og fleira.
Sem sagt taktu þér tíma og þjálfaðu dýrið vel!
snjall er bara snjall og ekkert annað… nema kannski stundum.