B&W gagnrýni Nú er ég búinn að eiga B&W í nokkra mánuði og finnst hann mjög góður en frekar mikið af göllum. BETA patchinn lagar það samt allt (held ég, því að ég hef ekki lent í neinum villum eða neinu eftir að ég downlodaði honum. Hérna er svo smá gagnrýni:

Grafík: 4/5
Alveg frábær grafík í alla staði! Frábærir litir og þegar sólin sest eru litirnir ótrúlega fallegir. Að vísu eru skuggarnir á næturnar eitthvað skrýtnir og engir skuggar koma af ljósinu í hendinni.

Ending: 5/5
Ég keypti leikinn fyrir um fjórum mánuðum og er ennþá á fullu í honum. Sumir segja að það séu of fá borð í honum (5) en maður eyðir svo miklum tíma í hverju borði að það er allt í lagi. Ég er með tvo players í gangi, einn vondann óg einn góðann. Svo er líka hægt að fá fullt af skirmish maps á planetblackandwhite Leikurinn býður líka upp á spilun á netinu sem eykur endingu hans til muna.

Skemmtanagildi: 5/5
Þetta er með skemmtilegri leikjum sem ég hef prófað! Það er alveg frábært að kenna kvikindinu sínu og nota kraftaverk, kasta köllum (og konum) út um allt, rústa heilu þorpunum með steinum, kraftaverkum og að láta dýrið gera það!

Hljóð: 3/5
Hljóðin eru öll mjög fín en verða þreytandi. Það mætti hafa meiri tónlist. Annars eru öll hljóð í kvikindinu mjög vel gerð.

Stjórn: 5/5
Það er alveg frábær hugmynd að hafa lítið sem ekkert notendaviðmót og að búa til kraftaverk með músarhreyfingum er mjög þægilegt eftir smá æfingu. Ekkert vesen með sjónarhorn því að þú stjórnar því sjálfur á einkar þægilegan máta.

Tækni: 4/5
Það er fullt af göllum í þessum leik en eftir að hafa downlodað patchinum hef ég ekki fundið nein alvarleg tæknivandamál.

Heildarniðurstaða: 26/30
Þessi leikur er frábær og á stjörnumælikvarðanum fær hann 4 1/2 af 5. Allir sem ekki hafa keypt sér hann ættu að gera það núna strax!

Allir sem eiga leikinn ættu að downlóda nokkrum skirmisk maps af planetblackandwhite.com/bwmaps/downloads_all.asp og B&W beta patch af bwgame.com. Og það var allt og sumt!