Ætlaði fyrst að svara bara þessari spurningu um hvað væri breytt varðandi “resources” í B&W2, en ákvað svo að kýla á það og skrifa bara grein, enda löngu kominn tími til :P

Jább, ýmislegt er búið að breytast síðan að upprunalega lauk. Eins og þið vitið öll (eigið að vita allavega :P) skreppur maður aðeins burt, og kemur svo aftur og þá eru allar litlu þjóðirnar í stríði (*stolt*). En núna er fólkið manns áberandi gáfaðra.

Viður:
Ekki mikið hefur breyst varðandi þetta. Það eru ennþá skógar sem að fólkið getur hoggið niður, en núna er fólk miklu meira í tengslum við sinn innri hippa svo að í hvert skipti sem að tré er fellt, þá er annað gróðursett í staðinn. Náttúrulega gerist ekki það sama þegar að þú tekur sjálf/ur upp tré.

Matur:
Hver man ekki eftir því að taka upp hesta, rollur, you name it, og henda viðkomandi í Village Store? Það sama er hægt hér, þú getur fengið mat úr dýrum og ökrum. Mig minnir að ég hafi einhvers staðar lesið að akrarnir verði stærri og betri, fljótlegra að fá mat úr þeim, en ég þori ekki að staðfesta það ennþá…

Það hafa verið sögusagnir um að viðar- og matarkraftaverkin verði ekki í #2, sem þýðir að maður þarf að passa sérstaklega vel uppá skógana sína og akra… En það eykur þá bara skemmtunina við umsátur, því maður ætti bókstaflega að geta svelt fólk út :o.

Nýja náttúruauðnin er “ore”, steinn eða jarðvegur sem hægt er að vinna málm úr.
Með þessu er hægt að byggja veggi og skapa heri.

Viðurinn og maturinn einblína á að hjálpa fólkinu þínu, en málmurinn gengur aðallega út á hernað. Hvort sem þú ert góður eða vondur þarftu samt að ná í málm, því að góðir þurfa veggi til að verja sig, en vondir myndu þurfa risastóra heri.

Eins og einhver sagði hérna fyrir óralöngu, þá yrði yndislegt að geta búið til fjölmenningsborð og henda þá inn heeelling af Ore-i, og fara í eina risastóra styrjöld >:)

Ef ég hef gleymt einhverju, eða hef rangt fyrir mér varðandi eitthvað, ekki vera feimin við að skrifa rétta hluti hérna ;)

Kveðja, Sigtryggu