Ég hef nú skrifað um kraftaverkin áður, eeen útaf einum korki hérna þar sem ég og Boris vorum að rífast ákvað ég að senda inn nýja grein (about bloody time!). Þetta er ekki endilega allt rétt hjá mér, heldur svona smá pælingar og ágiskanir hjá mér!
Eins og þið vitið, þá skiptast kraftaverkin í tvo flokka, “venjuleg” kraftaverk og “Epic” (fjandi mögnuð) kraftaverk. Af því sem ég hef heyrt/séð í myndböndum held ég að venjulegu kraftaverkin séu þannig að þegar maður byrjar með þau, þá eru þau frekar slöpp. En með smá tíma (og kannski meira influence/fólki) þá verða þau betri og betri og ef ég á að vitna í Peter Molyneux: Maður byrjar kannski með smá rigningu úr vatnakraftaverkinu en á endanum er maður kannski kominn með vatnsfallbyssu!
Með Epic kraftaverkin, þá held ég að maður geti bara notað eitt í einu. Til að geta notað Epic kraftaverk, þarf maður fyrst að byggja “Wonder” fyrir það. Hver þjóðflokkur ræður yfir einu Epic kraftaverki, þannig að það er best að stjórna mörgum þjóðflokkum! En allavega, til að nota Epic kraftaverk þarf fólkið þitt koma að “Wonderinu” fyrir það kraftaverk og “worshipa” (tilbiðja, dýrka) þar, gefa þér orku sem fer í kraftaverkið. Svo, þegar þú ert kominn með nóga orku geturðu notað kraftaverkið.
Þegar þú notar Epic kraftaverk, þá byrjar svona Cinematic þar sem kraftaverkið er sýnt. Til dæmis með jarðskjálftann, þá sáu einhverjir gaukar lítinn Norse kall koma út úr húsi, svo allt í einu rifnaði jörðin upp, fólk datt ofan í, hús rifnuðu í sundur og duttu ofan í, sem sagt verður þetta helvíti flott.
En útaf þessum Cinematics þá er varla að maður sé að nota tvö kraftaverk í einu…
En þessi kraftaverk eru samt mjög góð, bæði í árás og í vörn. Segjum að ég væri að keppa við J3rx, og hann væri að ráðast á mig með þrjú þúsund manns. Ég væri með svona 200. Afskaplega sanngjarnt. En þegar að hann kæmi með herinn sinn og væri alveg að ná að brjótast inn um veggina þá myndi ég nota jarðskjálfta kraftaverkið, og næstum allir mennirnir hans myndu detta ofan í sprungur. Mér finnst þessi hugmynd afskaplega skemmtileg, því að útaf þessu þarf maður að nota dálitla hernaðarkænsku þegar maður ræðst á einhvern, til dæmis senda dýrið fyrst til að brjóta niður veggina, koma með steinvörpur til að skjóta niður Wonderið (ef að óvinurinn á Wonder) og svo að senda inn fótgönguliðið. Það er náttúrulega líka ein taktík sem maður getur notað og það er að reyna að plata óvininn. Maður gæti til dæmis sent áfram 1000 manns að ráðast á óvina bæinn en látið hina 2000 labba hringinn, og koma bakvið bæinn. Og ef að til dæmis hinn spilarinn myndi nota Epic kraftaverk á þessa þúsund, þá ætti maður samt eftir 2000 menn til að taka yfir borgina. það væri stuð:P
Jæja, þetta voru bara mínar pælingar um leikinn, það vantaði allt of mikið greinarmerkjum en það verður bara að hafa það!
Kveðja, Sigtryggu