Ok ég get ekki sagt að Black and White sé áhugamálið mitt enn mér finnst þetta mjög góður leikur. Ég hef tekið eftir því að það hefur ekki verið send inn grein hingað inn í aðeins meira enn mánuð, þannig til að endurvekja áhugamálið aðeins hef ég ákveðið að skrifa bara um skrýtna dýrð mitt.

Ég hef aldrei náð að klára B&W af því ég hef unnun á því að byrja upp á nýtt í leikjum :) Enn nýjasta veran mín er apinn Hermes. Ég hafði hugsað mér að hafa þetta góðan apa, kenna honum fullt af miracles svo að hann geti hjálpað fólkinu og verið góður. Hugsaði ég alltaf um hann, veitti honum mikla athygli og var alltaf góður við hann(nema ef hann var vondur). Að vísu hann þurfti nú að vinna dálítið mikið, ég kenndi honum miracles, setti hann í stranga þjálfun og lét hann læra af íbúum. Enn þrátt fyrir þetta þá var ég alltaf hjá honum og var góður við hann(auðvitað leyfði ég honum að vera villtur stundum). Enn síðan gerðist það allt í einu að ég kom að honum þar sem hann var að leika sér að kasta Indíánum í sjóinn, varð ég mjög reiður og bjargaði þeim sem hægt var og skammaði Hermes mikið.

Eftir þetta þá var ég alltaf með hann hjá mér og var hann mjög góður og ég lét hann hjálpa mér að bæta það upp fyrir Indíánunum, og gekk það vel. Hélt ég þá að hann væri aftur orðinn góður og snéri ég mér því aftur að því að vinna borðið(þetta var 2 borð með Kazaar held ég). Síðan kom ég aftur að honum þar sem hann hafði farið inn í Indíána þorp Lethy's og var að gera fullt af miracles, fyrst var ég mjög stoltur(eins stoltur og þú getur verið af tölvudýri)enn síðan tók ég eftir því að þetta voru ekki góð miracle, heldur var hann að eldinga Indíánana(ég held að hann hati Indíána) og að fireballa þá. Ég gat ekkert gert til að stoppa þetta því hann hlýddi ekki leashini og var fyrir utan influencið mitt.

Þegar ég loksins fékk hann til að koma þá var hann ekki svona fallegur og góður einsog hann hafði verið, heldur var hann rauð-svartur með klær og horn. Ekki veit ég hvernig þetta gerðist þannig að ég reyndi að halda honum hjá mér og breytta honum aftur, enn NEI hann ákvað að brenna bæinn og borða bæjarbúa, það var þá þar sem ég ákvað að ég skildi bara gerast illur sjálfur.

Var ég mjög illur “and ruled the world with an Iron fist”þangað til að ég tók eftir því að Hermes var að gera góða hluti fyrir alla og var hann að laga það sem ég eyðilagði. Þetta gerði mig brjálaðan, hann er eins og unglingur á gjelgju skeiðinu gerir einmitt öfugt við það sem hann á að gera.


Eftir þetta byrjaði ég á Tígranum Zerris og er hann fínn eins og hann er…..ennþá

boggi35

P.S
Vonandi lífgar þetta áhugamálið eitthvað við :)