Meira sem ég veit Það líður ekki sá dagur að ég kíki ekki á hvort einhvað nýtt sé búið að ske í
Black and white heiminum þanng að ég ákvað að taka mig til klukkan 23:00 á
miðvikudag að fara yfir allt það helsta sem hefur gengið og gerst í Black
and white heiminum, margt hefur gerst síðan hin greinin kom og ég hef fullt
að tala um :)

here goes..

——–

www.lhtimes.com er nú uppfærð og betri til skoðunar. Þar er hægt að skoða
webcams yfir fólkið í Lionhead Studios Ltd er að vinna að í tölvunum sínum
fyrir alla helstu leiki þeirra (The Movies, Black and white 2, Fable og
Before Crist eða B.C.)

Að mínu mati er þetta ekkert sérstök síða vegna þess að ég verð bara meira forvitinn
þegar ég skoða hana því að það er ekkert hægt að sjá á skjáinn hjá fólkinu
heldur bara fólkið sjálft sitja í stólunum sínum að vinna sína vinnu. Held þeir
hafi sett þetta þarna upp bara til að láta einhvað nýtt gerast :P

——–

Developers Diaries, þetta er nú bara snilld.

Ef þú kíkir á www.bwgame.com þá sérðu að þeir eru með nokkrar svona. Hvað er þetta ?
Þetta er tækifæri fyrir þá sem eru að vinna að Black and white 2 að sýna okkur að-
dáendunum hvað er í gangi og hvernig þeir fara að þessu (ekki í smáatriðum heldur
bara til þess að sýna okkur svona heildarmyndina). Með hverri svona “diary” eða
dagbók fylgja nokkrar myndir, semsagt, það eru komnar fullt af nýjum myndum af
Black and white 2.

Developer diaries eru núna orðnar 4 og það bætist ein við fyrir hvern mánuð
sem líður.

Þessar dagbækur er hægt að finna á:

http://www.gamespy.com/devdiary/november03/bandw2 1/ — NR. 1
(Talað er um hugmyndirnar um BW2 og framtíðarplön)

http://www.gamespy.com/devdiary/decem ber03/bandw22/ — NR. 2
(Talað um dýrið og hvernig það er búið að þróast
síðan úr fyrsta leiknum)

http://www.gamespy.com/devdiary/january04/b andw23/ — NR. 3
(Talað um hvernig fólkið í BW2 hagar sér
(Gervigreind og annað))

http://www.gamespy.com/devdiary/february04/b andw24/ — NR. 4
(Gaurinn sem sér um grafíkvélina fyrir BW2 talar
við Gamespy)


ég mæli náttúrulega bara með því að þið kíkjið á allt þetta og fylgist með hvort
það kemur nýtt í mars :)

——–

Nýtt mod fyrir Black and white: Creature Isle á leðinni, það heitir Black & White
Eruption og er fyrsta modið sem breytir algjörlega leiknum !

nánari upplýsingar á www.bwgarage.co.uk

——–

Kominn er nýtt tæki fyrir Black and white og það er að þú getur breytt hofinu þínu,
eða eins og ég kýs að kalla það “temple-inu” þínu (ég er að tala um höllina :P),
með nýju forriti sem hægt er að finna á www.bwgarage.co.uk

Þetta tæki er mjög auðvelt í notkun þú einfaldlega velur hvernig þú vilt að temple-ið þitt
sé og ouala (eða e-ð) það er komið.

——–

Hægt er að sjá nýtt creature sem ég var reyndar alveg búinn að steingleyma en mundi síðan
eftir þegar ég var að tékka á linkunum þarna fyrir ofan að það er Górillan sem er hægt
að sjá í Developers Diary númer 2 (þurfið að velja More Screenshots á síðu 2).

eða þið getið séð hana beint úr þessari slóð:

http://www.gamespy.com/asp/image.asp?platform= PC&genre=strategy&image=/devdiary/december03/bandw22/01 .jpg

——–

Jæja, ég held að þetta sé bara allt það helsta sem er búið að ske í Black and white 2 og 1
síðustu dagana. Það er svo típískt ég að gleyma einhverju af því mikilvægasta en það verður
að hafa það, ég er farinn að sofna við Family guy þátt :D

God Speed

Með fyrirfram þökkum
-Arnar/J3rX
Bara.. tilbúinn.. ?