Eftir að hafa lesið ágætis sögu á þessari síðu:
http://boards.bwgame.com/showthread.phps=2677eca6b0 dfe070a37e3866781b2372&threadid=55567&perpage=15&pagenu mber=1
þá fór ég að spila Black&White. Ég var nú búinn að vera að spila hann mikið undanfarið en núna ákvað ég að dunda mér bara. Aldrei þessu vant fór ég að hugsa um fólkið mitt:D en mér hefur yfirleitt þótt það og erfitt og leiðinlegt. Mér til mikillar furðu var það bara fjandi skemmtilegt, að stækka bæina, gefa fólkinu mat og við, og leyfa þeim að fjölga sér.
Ég gerði þetta á fjórðu eyjunni og ég hef aldrei skemmt mér svona vel í leiknum (nema kannski þegar að ég er að sprengja bæi í tætlur með Megablast Extreme:)). Eftir að fólkið var ánægt datt mér í hug að fara að byggja Wonder á fullu, byggði eitt kínverskt, eitt Azteka og eitt Norse. Eins og þið vitið þá bæta Wonderin kraftaverk og hluti (Norse bætir t.d. mat og við) og mér datt í hug að byggja nokkur í viðbót, bara til gamans. Svo var ég líka að prófa hvort að kraftaverkin myndu batna við stærri Wonder.
Núna, eftir að hafa prófað þetta afskaplega mikið í gær, hef ég komist að því að því fleiri Wonder sem maður á, því betri verða kraftaverkin! Í þessu borði hef ég núna 4-5 Norse Wonder, 3 Kínversk og 3 Azteka. Ég fæ 8.000 úr hverju matarkraftarverki, 20.000 úr hverju viðarkraftaverki, Heal Increase læknar alla í þorpinu sem ég nota það í (og þorpið er Stóóóóóóórt!) og einn eldbolti er það kröftugur að hann kveikir í flestu sem hann kemur nálægt, þótt hann fari á ógnarhraða.
Kannski vissuð þið þetta þegar, en ég vildi samt senda þetta inn til öryggis, og svo er ég líka að láta vita að áhugi minn á Black&White er engan veginn að minnka!
Kveðja, Deathstalker.