Nýjustu Upplýsingarnar Um Black and White 2 Um daginn var búin til rás á Quakenet (irkinu) á rásinni #Bwgame þar sem að allir í black and white studios ætluðu að hittast og svara spurningum um BW2 (Black and white 2).

Það gerðu þeir víst og þar mættu um 4500 manns sem að allir höfðu einhverjar spurningar um BW2. Nú auðvitað voru það ekki allir sem að komust að en ég tók mig til og þýddi þær helstu af þessum spurningum yfir á íslensku og þær hljóma svo.

S = Spurning
Sv = Svar
———–

S = Kúkur ?
Sv = Það er ennþá kúkur í BW2 en hann hefur verið uppfærður mikið ! Það eru tvær gerðir Heilbrigður og Óheilbrigður kúkur. Einn sekkur annar flýtur, það er hægt að fíflast með þá báða en aðeins einn er gagnlegur á matinn (fields) auðvitað stjórnast þetta allt af mataræði dýrsins þíns.


S = Hvað er það stærsta nýjasta við BW2 ?
Sv = Eiginlega allt því við höfum breitt algjörlega hugmyndinni um gott og

illt. Ert þú guð Stríðs eða Friðs ? Þannig að öll hugmyndin um heri og hús er algjörlega uppfærð til hins góðs.


S = Hvað eru margir að vinna að BW2 ?
Sv = Um 40 manns í fullri vinnu plús stuðningurinn frá Lionhead.


S = Er verið að gera BW3 ?
Sv = Við erum að hugsa um hann.


S = Getum við búist við Multiplayer í BW2 ?
Sv = Multiplayer er mjög stórt skref og við tökum þetta mjög alvarlega það verður örugglega frítt addon sem við gefum út seinna.


S = Verður einhver tengsl á milli fyrsta leiksins og númer 2 ?
Sv = Auðvitað :)


S = Kemur út demó ?
Sv = Við viljum helst gera leikinn betri og koma honum út fyrr heldur en að

eyða tíma í að gera demó .. plús þá er ekki hægt að hafa dýrið í demóinu þannig að það verður alveg örugglega ekki.


S = Hvaða Direct X útgáfu mun BW2 nota ?
Sv = Direct X 9.?


S = Á hvernig tölvu kemur hann út ?
Sv = Aðeins PC eins og er


S = Verður notuð sama grafíksvél ?
Sv = Nei, það er búið að byggja glænýja grafík vél alveg frá byrjun.


S = Mun ennþá vera hægt að lemja og klappa dýrinu ?
Sv = Já og þú getur meira að segja farið með það á næsta stig og lamið það með baseball kylfu ef þú vilt að gefið því blóm (SWEEEEEET :D )


S = Verða Easter Eggs ? (Faldir hlutir í leiknum)
Sv = Já fullt af þeim


S = Hversu lengi eru þið búnir að vinna að leiknum ?
Sv = Lítill hópur byrjaði að vinna að BW2 á meðan Black and white:Creature

Isle var ennþá í vinnslu og restin af BWstudios byrjaði þegar BWCI varð gold.


S = Verður hægt að breyta jörðinni í kringum þig í leiknum ?
Sv = Þú getur bókstaflega rifið jörðina í sundur (does that answer your question :P )


S = Hver er söguþráðurinn í BW2 ?
Sv = Sem guð færðu áhuga á prestinum þínum og leiðir hann í gegnum löndin.


S = Verða ennþá samviskurnar í leiknum ?
Sv = Já, góða og vonda samviskan snúa aftur.


S = Verða einhver ný Skjáskot ? (Screenshots)
Sv = Búist við að sjá mjög flott skjáskot seinna í vikunni. (OH GLORY ! :D)


S = Hvaða vopn eru notuð í að lemja dýrið ?
Sv = Þú getur lamið dýrið þitt með hverju sem þú getur tekið upp í heiminum

ef þú vilt og þú getur líka látið dýrið þitt nota hvað sem er í heiminum sem vopn í slag og þú getur búið til þitt eigið vopn.


S = Hversu gáfaðir eru nú þorps/bæjar/borgarbúarnir ?
Sv = Þeir eru nógu gáfaðir til að fatta að þegar þeir þurfa mat þá fara þeir

og ná í mat og þegar þeir þurfa tré þá fara þeir og höggva tré. En þú sem guð getur ennþá hjálpað þeim ef þú vilt.


S = Hvernig verður byggingarkerfið í BW2 ?
Sv = Scaffolds eru farnir í staðin er hægt að setja niður “planað” hús beint frá “Town menu-bar”


S = Hvað gerist ef þú ert búinn með trén ?
Sv = Bæjarbúarnir eru miklu sjálfstæðari þannig að þeir munu gróðursetja í hvert sinn sem þeir höggva tré.


S = Hver eru “System requierments” ?
Sv = Geeforce 2MX, Pentium 3 733 (Þá vitum við það !)


S = Verður blóð í BW2 ?
Sv = Ójá, FULLT AF BLÓÐI ! Við erum að vinna að þannig að þú getir
bókstaflega kramið Bæjarbúa í hendinni þinni þannig að það leeeeki síðan blóð niður á jörðina. (ÚÚÚÚÚÚFFFFFFFF !!!!!)


S = Verður hægt að sleppa við Tutorialinn ?
Sv = Það verður sérstök eyja fyrir hann (þannig já)
Bara.. tilbúinn.. ?