Það er líka eitt sem er búið að vera að gera mig dálítið ráðvilltan, það er þetta áhugaleysi hjá flestum. Þið haldið nú auðvitað að þið séuð að taka þátt með því að lesa korka, greinar og taka þátt í könnunum? En ykkur skjátlast. Ef þið eruð að kvarta hvað er rólegt hérna á þessu áhugamáli, og ekkert er að gerast. Engir korkar til þess að lesa og gamlar kannarnir eru í gangi. Þá er það útaf því að þið eruð ekki sjálf að senda inn korka og greinar og sérstaklega kannarnir. Þetta finnst mér og nokkrum öðrum leiðinlegt að sjá. Ef þú skoðar vel og vandlega Greinalistan þá sérðu að einu greinar nýlega eru búnar að koma frá “derin(ég)”, “mutter(fkn sætur gaur)” og 1 grein frá “Shadowmaker”. Þessir 3 eru einu gaurarnir sem svara greinum, senda inn greinar, korka og svara þeim. “kristo” er einnig búin að vera að því smá vegis þannig gefum honum smá credit :)
Vonandi get ég farið að sjá kannarnir og greinar jafnvel tengla! Sem ég get samþykkt bráðum.
Ég þakka fyrir mig og vona að við getum öll bætt okkur.
Kveðja, Nolthaz.