Ég fékk þessa hugmynd fyrir dálitlu síðan en ég var að muna eftir henni núna og ákvað að reyna hana og spyrja ykkur hvernig ykkur þætti hún:


Hafið þið heyrt um nýja internet-handskann? Með honum á maður að geta tekið í hendur á öðru fólki yfir netið (hann verður ekki notaður til að taka í HENDURNAR á fólki, if you know what I mean;). Hann virkar þannig að þegar að hin persónan kreppir hendina fara skilaboðin um það yfir netið til hinnar persónunnar sem finnur að handskinn kreystir hendina.

Mér datt í hug að í framtíðar B&W leikjum þá yrði þessi handski notaður! Maður er nú yfir höfuð að nota “Hendi Guðs” í leiknum og maður er að taka upp hluti með hendinni, kasta þeim og svo framv. Hvernig haldið þið að það væri að nota sína eigin hendi til að gera þetta? Og ýmindið ykkur svo þegar að maður fer að geta notað sýndarveruleika á sínu eigin heimili hvernig það væri að nota allan líkamann í það!!!
Þetta er nú bara smá hugdetta hjá mér (frekar brjáluð þó:D) og ég vildi bara sjá hvernig ykkur litist á þetta.

Kveðja, Siggi T.