
Ég verð ekki mikið í tölvunni og enþá síður á netinu í ljósi þess að ég vil ekki fá of mikla heimþrá og mun því hafa takmarkað samband við vini og ættingja.
Ég er búin að segja af mér sem stjórnandi á öllum áhugamálum nema þessu, vegna þess að ég bara hreinlega lifi fyrir þetta áhugamál.
En það er alveg feikinóg af stjórnendum hérna á þessu áhugamáli svo að stjórnendur ættu alveg að geta bjargað sér.
Svo kem ég heim eldhress, heltanaður og útúrsurfaður til baka og skelli mér uppá snæfellsjökul eftir 11 mánuði!;)
Svo kann ég enga portúgölsku þannig að ég get ekki sagt bless þannig svo að ég segji það bara á Íslensku:
So long, surfers