Ok. Snjóbretti eru ekki að deyja út. punktur
Snjóbrettaíþróttin er ein sú framsæknasta í heiminum en hér á landi, sökum hörmulegs vetur í fyrra og hittífyrra hefur þróunin staðist í stað eða heldur dregist úr henni. Bransin er enn ekki nógu stór til að þessar litlu sérhæfðu snjóbrettabúðir geta lifað af svo lélega vetur. Ég TRÚI EKKI að næsti vetur verði jafn slappur. Það getur ekki verið!
Í sambandi við að bretti verði ófáanleg í vetur verður NANOQ og Útilíf eflaust stæðstir. Nanoq er náttlega ekki hægt, bara búið að skipta um eigendur og líklega verður ROSSIGNOL heitt merki á næstunni, enda eru til mörg mjög vönduð bretti frá þeim.
Svo hafa líka heyrst raddir þess efnis að það verði einhverjir með að selja bretti eftir pöntunum, þ.e. panta fyrir mann burton, forum, bindingar eða skó eða hvað fyrir okkur en þetta er allt óvíst. Það eru alltaf stórar hugmyndir fyrir hvern vetur. Það þarf bara snjóin til að fullkomna allt saman og láta þetta rætast. Ég mun allaveganna mest sakna BURTON bindinganna og skónna ef þær verða ófáanlegar í vetur, einsgott að fara varlega með dótið sitt í vetur.
Svo í sambandi við snjóbrettamyndbönd og svona, þá verður það minnsta mál í heimi fyrir einhver fyrirtæki að panta þau. Þau verða seld einhverstaðar í vetur, það er ekki spurning. Maður þarf bara að vera vakandi og fylgjast með..
peace out…