Sáttur með Brim
Brim er búið að ganga frekar illa uppá það síðasta, keypti hjá þeim option plötu í fyrra sem var gölluð. Sömdum um að ég fengi plötu í sama verðflokki frá option næsta vetur en viti menn. Option fyrirtækið útí löndum fór á hausinn, og allt svekk á þá. Veit ekki hvort þeim ber einhver lagaleg skylda til þess að bæta mér þetta upp eftir það en þeir redduðu mér nýrri ROME plötu sem var tööluvert dýrari en option platan mín var. Þeir hafa engin bretti í sama verðflokki og option plöturnar en þeir létu gömlu plötuna ganga uppí verðið og splæstu á allavega 50/50 af mismuninum sem var alveg slatti. Sit með fresh Cheap trick Rome plötu sáttur með lífið og býð eftir snjónum. Vill þakka Brim fyrir góða þjónustu.